spot_img
HomeFréttirHaukar í bílstjórasætinu (umfjöllun og myndir)

Haukar í bílstjórasætinu (umfjöllun og myndir)

00:11
{mosimage}
(Guðbjörg Sverrisdóttir var sterk fyrir Hauka)

Haukar styrktu stöðu sína á toppi IE-deildar kvenna í kvöld þegar liðið fékk Grindavík í heimsókn. Haukar unnu öruggan 83-68 og eru því öruggar með efsta sætið þegar deildin skiptist upp í riðla eftir næstu umferð en Grindavík nær ekki að vinna sig upp í efri hlutann og þarf því að slást við KR eða Val um efsta sætið í B-riðli.

{mosimage}

Haukar byrjuðu af miklum krafti og náðu sér gott forskot eftir fyrsta leikhlutann og leiddu með 9 stigum eftir hann 20-11. Grindvíkingar héngu í Haukum í öðrum leikhluta sem var jafn og spennandi en þrátt fyrir það juku Haukar muninn og leiddu með 12 stigum í hálfleik, 46-34.

Svo virðist sem Pétur Guðmundsson þjálfari Grindavíkurliðsins hafi lesið yfir hausamótunum á sínum stúlkum því þær komu snældu vitlausar til leiks í þriðja leikhluta og áttu Haukar fá svör gegn sterkri vörn þeirra og vel útfærðum sóknarleik.
Grindavík vann leikhlutann með 10 stigum og var munurinn aðeins 2 stig á liðunum þegar farið var inn í fjórða leikhluta, 63-61.

{mosimage}

Fjórið leikhlut var jafn framan af en í stöðunni 71-65 fyrir Hauka, fékk Jovana Stefánsdóttir sína fimmtu villu og uppskar tæknivillu í kjölfarið. Haukar kræktu sér í 5 stig í þeirri sókn og breyttu stöðunni í 76-65. Grindavík misnotaði tækifærin sem á eftir komu til að minnka muninn en þess í stað juku Haukar muninn í 15 stig, 80-65. Leikurinn endaði svo 83-68 og Haukar fögnuðu vel og innilega.

{mosimage}

Guðbjörg Sverrisdóttir var drjúg fyir Hauka en hún var stigahæst með 21 stig og tók 6 fráköst þar fyrir utan. Slavica Dimovska gerði 20 stig og gaf 6 stoðsendingar og Ragna Margrét Brynjarsdóttir var með tvennu en hún gerði 17 stig og tók 10 fráköst.

Hjá Grindavík var Petrúnella Skúladóttir atkvæðamest með 16 stig og 10 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir var með 12 stig og 11 fráköst og Ingibjörg Jakobsdóttir var með 11 stig og 5 stoðsendingar.

[email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -