spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaHaukar héldu út í Frystikistunni

Haukar héldu út í Frystikistunni

Hamar tók á móti Haukum í Subway-deild karla í gærkvöldi. Fyrir leik voru bæði lið í bullandi fallbaráttu, Hamarsmenn stigalausir á botninum en Haukar í 10. sæti.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, og höfðu heimamenn fjögurra stiga forskot í hálfleik, 48-44. Haukar bitu í skjaldarrendur í þriðja fjórðung og höfðu fimm stiga forystu fyrir lokafjórðunginn, 62-67. Fjórði leikhluti var síðan æsispennandi. Haukar komust sjö stigum yfir, 68-75, þegar um sex mínútur voru eftir, en Hvergerðingar voru ekki á því að gefast upp, og náðu að jafna leikinn 85-85 þegar mínúta var eftir. Lengra komust þeir hins vegar ekki, og Haukar náðu að kreista út eins stigs sigur, 87-88.

Hjá Hamri var Franck Kamgain stigahæstur með 33 stig, en hjá gestunum skoraði David Okeke 20 stig.

Fréttir
- Auglýsing -