spot_img
HomeFréttirHaukar héldu lífi (Umfjöllun og myndir)

Haukar héldu lífi (Umfjöllun og myndir)

23:19

{mosimage}
(Óskar Magnússon og félagar í Haukum unnu góðan sigur á Fjölni í kvöld)

Leikmenn Hauka úr Hafnarfirði voru langt frá því tilbúnir að fara í sumarfrí í kvöld þegar Fjölnir og Haukar mættust í öðrum leik liðanna í undanúrslitum um laust sæti í IE-deild karla. Haukar voru yfir allan tímann og unnu að lokum þriggjastiga sigur 70-73 í leik sem var æsi spennandi frá upphafi til enda.

Haukar byrjuðu á fyrstu tveimur körfum leiksins og komust í 0-3. Fjölnismenn voru ekki lengi að jafna og komast yfir 5-3 og 7-5. Þetta var í eina skiptið sem Fjölnir leiddi leikinn því annars voru Haukar yfir allan tímann. Haukaliðið náði aldrei að hrissta Fjölnisstráka af sér og var munurinn á liðunum fyrstu tvo leikhulutana aldrei meiri en 4-5 stig fyrir utan smá kafla í öðrum leikhluta þar sem Haukar náðu mest 10 stiga forystu. Haukar leiddu eftir fyrsta leikhluta með þremur stigum 13-16 og voru 29-32 yfir í hálfleik.

{mosimage}

Haukar komu einbeittir til leiks í þriðja leikhluta. Í stöðunni 31-35 skoruðu Haukar tíu stig í röð og komust í 31-45. Fjölnismenn voru ekki á því að láta Hauka komast svo auðveldlega frá leiknum og hertu á vörninni og voru beittir í sókn. Náðu þeir að minnka muninn í sjö stig áður en leikhlutanum lauk og var staðan 46-53 áður en í loka leikhlutan var haldið.

Haukar juku muninn aftur og héldu Fjölni í hæfilegri fjarlægð frá sér í fjórða leikhluta. Virtist svo vera að þeir myndu sigla lygnum sjó í sigur en með mikilli baráttu náðu Fjölnispjakkar að minnka muninn í tvö stig þegar rétt um tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Í stað þess að missa leikinn frá sér héldu Haukar haus og skoruðu tvö góð stig af vítalínunni en alls klikkaði Haukaliðið úr tólf vítaskotum. Fjölnir hélt til sóknar og minnkaði Haukur Pálsson muninn aftur í tvö stig. Fjölnisliðið tók upp á því að brjóta og sendu þeir Óskar Magnússon á línuna þegar innan við mínúta var eftir af leikhlutanum. Óskar setti niður fyrra skotið en klikkaði úr því seinna og Bjarni Árnason, minnsti maður vallarins, tók risastór sóknarfrákast fyrir Hauka. Brotið var á Bjarna og hann fór á línuna og setti niður bæði skotin.
Þarna var nánast ekkert eftir af leiknum og enn og aftur náðu Fjölnismenn að minnka muninn þegar Roy Smallwood setti niður stóran þrist og minnkaði muninn aftur í tvö stig. 70-72. Brotið var á Sveini Ómari Sveinssyni sem setti niður annað vítaskotið sitt og kom Haukum í 70-73. Eins og áður í viðureignum þessara liða fengu Fjölismenn þriggjastigaskot í lok leiks en líkt og áður klikkuðu þeir úr skotinu og Haukar fögnuðu sigri.

{mosimage}

Stigahæstur Haukamanna var Kristinn Jónasson með 16 stig og 12 fráköst. Sveinn Ómar Sveinsson kom honum næstur með 15 stig og 9 fráköst og Bjarni Árnason var með 14 stig.

Hjá Fjölni var Ægir Þór Steinarsson besti maður Fjölnis eins og svo oft áður með 20 stig og 9 fráköst og Roy Smallwood var með 17 stig.

Oddaleikur liðanna fer svo fram á Ásvöllum á þriðjudaginn næsta og verður leikið á Ásvöllum kl. 19:15.

[email protected]

Myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -