spot_img
HomeFréttirHaukar heilluðu í Ásgarði

Haukar heilluðu í Ásgarði

 Haukar unnu í kvöld nokkuð öruggan sigur á Stjörnumönnum í Ásgarði, 85-94. Haukarnir voru heilt yfir mun meira sannfærandi í sínum aðgerðum og nýttu sér einbeitingarleysi heimamanna til hins ýtrasta.

Það voru þó hvítklæddir heimamenn sem hófu leikinn af meiri krafti, komust í 11-0 og leiddu 24-14 eftir fyrsta leikhluta. Haukarnir tóku sér ekki nema réttar 4 mínútur í öðrum leikhluta til að jafna leikinn og stjórnuðu leiknum fram að hálfleik, en þar munaði miklu um frábæran leik Hjálmars Stefánssonar og Sigurðar Einarssonar, en þeir komu með 12 mikilvæg stig af bekknum. Haukar leiddu með 7 í hálfleik, 37-44.

 

Enn ein sveiflan leit dagsins ljós í byrjun seinni hálfleiks, en Stjarnan tók sér aðeins rétt rúmar 2 mínútur í að jafna leikinn og taka forystuna 47-44. Lítið skildi liðin af það sem eftir lifið leikhlutans, en gestirnir höfðu þó eins stiga forystu með sér inn í lokaleikhlutann. Sterk byrjun Sæmundar Valdimarssonar í lokaleikhlutanum skaut Stjörnunni 3 stigum yfir 62-59, en eftir það gjörsamlega hrundi leikur heimamanna. Kraftmikill varnarleikur gestanna, vandaður sóknarleikur þeirra og óhóflegur pirringur Stjörnunnar út í dómara leiksins gaf gestunum 13 stiga forskot, 63-76. Heimamönnum tókst að ná vopnum sínum eftir leikhlé og minnkuðu muninn í 6 stig 71-77, en lengra náði það ekki. Gestirnir sýndu mikið öryggi á lokamínútum leiksins og létu ekki slá sig út af laginu, þrátt fyrir stífa pressu Stjörnunnar. Öruggur og sanngjarn sigur gestanna úr Hafnarfirði. Liðssamvinna Haukanna var langtum betri en heimamanna og þeir fengu einnig mun meira framlag frá fleiri leikmönnum en Stjarnan.

 

Í liði heimamanna var Justin Shouse atkvæðamestur með 28 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Dagur Kár Jónsson 15/3/2. Jarrid Frye 14/11/4. Sæmundur Valdimarsson 8/3.

 

Haukur Óskarsson var atkvæðamestur gestanna með 20/1. Emil Barja bauð upp á 18/9/6. Kristinn Marínósson 15/10/2. Hjálmar Stefánsson stal senunni með 14/6/2.

 

Tölfræði leiksins

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -