16:48
{mosimage}
Lúðvík og Sveinn skoruðu mest fyrir Hauka í dag
Haukar halda enn í vonina um að ná toppsætin í 1. deild karla af Hamri eftir sigur á Hetti í dag, 58-51 eftir jafnan og spennandi leik. Bæði lið tefldu fram nýjum erlendum leikmönnum.
Sveinn Ómar Sveinsson var stigahæstur Haukamanna með 20 stig auk þess sem hann tók 10 fráköst. George Byrd tók 14 fráköst og skoraði 9 stig.
Bayo Arigbon var stigahæstur Hattarmanna með 23 stig auk þess að taka 16 fráköst, næstur honum var Ragnar Ólafsson með 9 stig og 9 fráköst.
Mynd: [email protected]