spot_img
HomeFréttirHaukar hafa oftast farið í Höllina

Haukar hafa oftast farið í Höllina

Í kvöld eru undanúrslitin í Poweradebikarkeppni kvenna en sigurvegarar kvöldsins næla sér í farseðilinn eftirsótta í bikarúrslitaleikinn. Tvö af fjórum liðum í keppninni hafa ekki leiktið til bikarúrslita áður en það eru Snæfell og Stjarnan, sem mætast einmitt í Stykkishólmi í kvöld. Sama hvernig leikurinn fer er því ljóst að nýtt lið mun taka þátt í bikarúrslitum í fyrsta sinn.
Þegar litið er á hina viðureignina, en þar mætast Njarðvík og Haukar, er bikarreynslan öllu meiri. Njarðvíkingar hafa þrisvar sinnum leikið til úrslita en aldrei orðið bikarmeistarar. Haukar hafa átta sinnum leikið til bikarúrslita og oftast af þeim liðum sem enn eru í keppninni, þá hafa Haukar fimm sinnum orðið meistarar.
 
Það eru því þrjú af fjórum liðum í undanúrslitum í kvöld sem hafa ekki unnið bikarinn og því töluverðar líkur á því að þetta árið verði nýr bikarmeistari kvenna kynntur til sögunnar, nema ef Haukar verði meistarar en þá myndi félagið landa sínum sjötta bikartitli í kvennaflokki.
 
Hversu oft liðin hafa leikið til bikarúrslita:
 
Haukar: 8
Njarðvík: 3
Snæfell: 0
Stjarnan: 0
 
Haukar urðu síðast bikarmeistarar árið 2010 með 83-77 sigri á Keflavík og Njarðvík lék síðast til bikarúrslita árið 2002 eða fyrir 10 árum þegar liðið tapaði 81-74 í framlengdum leik gegn KR.
 
Mynd/ Úr safni: Snorri Örn Arnaldsson Haukar lyfta bikartitlinum á loft árið 2010.
 
Fréttir
- Auglýsing -