spot_img
HomeFréttirHaukar geta komist í úrslit í kvöld

Haukar geta komist í úrslit í kvöld

16:07 

{mosimage}

 

 

Staðan í undanúrslitaeinvígi Hauka og ÍS er 2-1 Haukum í vil en liðin mætast í Íþróttahúsi Kennaraskólans í kvöld kl. 19:15. Með sigri í kvöld komast Haukar í úrslit en ef ÍS nær sigri fer oddaleikur fram að Ásvöllum á laugardag samkvæmt leikjaniðurröðun KKÍ.

 

Haukar komust í 1-0 með sigri að Ásvöllum en ÍS jafnaði metin í næsta leik. Í þriðja leik liðanna höfðu Haukar öruggan 78-61 sigur eftir að ÍS leiddi 35-38 í hálfleik.

Fréttir
- Auglýsing -