Þegar Snæfell og Haukar mættust í Stykkishólmi í kvöld var Snjólfur Björnsson komin úr Haukum aftur í sitt heimalið en Sherrod Nigel Wright sem spilaði áður með Snæfelli var komin í Hauka.
Gangverk leiksins.
Leikurinn fór varfærnislega af stað og heimamenn voru yfir framan af fyrsta leikhluta en Haukar leiddu að hinum loknum 19-22. Haukar voru sprækir og lokuðu leiðum Snæfell að körfunni í upphafi annars fjórðung, tóku 10-0 kafla og komust 19-29 yfir áður en Snæfell svaraði. Snæfell voru ekki tilbúnir í gólfið þegar Árni Elmar setti tvo þrista og menn aðeins hresstust við og minnkuðu muninn 8 stig 37-45 en staðan í hálfleik var 37-49 fyrir Haukum. Snæfellingar komu ekki vakandi til leiks í seinni hálfleik og áður en þeir rönkuðu við sér voru Haukar komnir í 20 stiga forystu 37-57. Haukar leiddu 56-77 eftir þriðja hluta og voru ekki að hleypa heimamönnum neitt og höfðu alla stjórn á leiknum. 30 stiga múrinn var felldur 56-86 og ekki löngu síðar voru Haukar komnir í 57-93 en Sæfellingar voru sprækir á lokamínútum leiksins og náðu að minnka í 78-95.
Þessi þáttaskil eða hin?
Haukar áttu 10-0 kafla í öðrum fjórðung og svo 8-0 kafla í upphafi seinni hálfleiks sem gerði róður heimamanna ansi þungan. Hvor bitinn sem það var þá var það þar. Haukarnir áttu einfaldlega svör við sóknarleik Snæfell í vörn sinni og gátu verðlaunað sig í sóknunum með Sherrod Wright fremstan en kappinn var kominn með 18 stig í hálfleik.
Hetjan.
Sherrod Nigel Wright sem kom á sinn gamla heimavöll og skilaði 33 stigum, 13 fráköstum, 7 stoðsendingar og er sterk viðbót við Haukaliðið.
Tölurnar maður tölurnar!
Þegar Snæfell með 29% tveggja stiga nýtingu 9/32 og 25% þriggja stig nýtingu 4/16 í öðrum hluta gátu ekki annað en orðið undir áhlaupi Hauka sem voru þá með 100% 11/11 í vítum og 50% þrista. Haukar fóru í 17 stiga forystu 42-25 en Snæfell náðu niður 8 stig í lok fyrri hálfleiks. Haukar rúlluðu svo til öllum þáttum leiksins sín megin. Stigahæstir Snæfells voru Sefton Barret með 17 stig og 12 fráköst og Snjólfur Björnsson 13 stig og 6 fráköst. Hjá Haukum á eftir Sherrod Wright var Haukur Óskarsson með 15 stig og 7 frásköst.
Umfjöllun / Símon B Hjaltalín.



