spot_img
HomeFréttirHaukar gefa ekkert eftir á endasprettinum(Umfjöllun og myndir)

Haukar gefa ekkert eftir á endasprettinum(Umfjöllun og myndir)

22:02

{mosimage}
(Gunnar Magnússon, Haukum, og Kristinn Pálsson, Ármanni, í leiknum í kvöld)

Haukar styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla þegar þeir sigruðu Ármann nú fyrr í kvöld 68-90. Með sigri Hauka fóru þeir upp í annað sætið en Valur sem er í þriðja sæti á leik til góða. Fátt bendir til þess að Ármann komist í úrslitakeppnina líkt og í fyrra en þá náðu þeir 4. sæti og féllu úr leik fyrir Valsmönnum.

Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og var alveg ljóst að Ármenningar ætluðu sér sigur í leiknum en þeir töpuðu fyrri leiknum á Ásvöllum með einungis þremur stigum. Leikurinn fór jafnt að stað og skiptust liðin á körfum. Haukar náðu ágætis spretti um miðjan leikhlutan og komst fimm stigum yfir, 8-13, en aðeins tveim mínútum síðar voru Ármenningar komnir yfir 19-17. Ármann leiddi eftir fyrsta leikhluta með tveim stigum, 24-22.

{mosimage}

Haukar skoruðu fyrstu tvær körfur annars leikhluta og komust yfir 24-26. Á næstu mínútum fór fram þriggjastiga skotsýning en á tveggja mínútna kafla voru skoraðar sjö þriggjastigakörfur og hreinlega skiptust liðin á að hitta (Haukar með 4 og Ármann með 3). Ármann náði fínum kafla í stöðunni 39-39 og komust sjö stigum yfir 46-39. Haukar náðu að minnka muninn áður en að leikhlutanum lauk og endaði fyrri hálfleikur með fimm stiga forskoti Ármanns, 48-43.

Haukar sem höfðu pressað allan annan leikhluta með frekar lélegum árangri spýttu í lófana og náðu að jafna leikinn í stöðunni 51-51. Um miðbik leikhlutans tóku Haukar öll völd á vellinum og um leið virtust Ármenningar þreyttir. Níels Dungal sem hafði farið mikinn í fyrri hálfleik fyrir Ármann sást varla og eini maðurinn með lífsmarki var Sæmundur Oddsson sem var besti maður Ármanns í kvöld.

Haukar náðu að hífa muninn í níu stig áður en leikhlutanum lauk og héldu svo áfram að auka í muninn í fjórða leikhluta með Kristinn Jónasson fremstan meðal jafningja. Kristinn skoraði 10 af 26 stigum sínum í leikhlutanum og kórónaði leik sinn með fínni troðslu.

{mosimage}

Haukar sigruðu leikinn með 22 stiga mun, 68-90, og var Kristinn Jónasson besti maður Hauka með 26 stig og 8 fráköst. George Byrd var sterkur undir körfu Hauka og reif niður 23 fráköst. Hann var einnig með 15 stig og 4 stoðsendingar.

Hjá Ármanni var Sæmudur Oddsson bestur með 21 stig og 5 stolna bolta. Næstir honum voru Niels Dungal með 12 stig (öll í fyrri hálfleik) og 5 fráköst og Gunnlaugur Elsuson var með 11 stig og 5 stoðsendingar.

Myndir: [email protected]

[email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -