spot_img
HomeFréttirHaukar ganga frá samningum við lykil leikmenn

Haukar ganga frá samningum við lykil leikmenn

Haukar skrifuðu undir samninga við sterka pósta í bæði karla- og kvennaliði sínu í gær þegar boðið var til fundar í samkomusal félagsins á Ásvöllum. Er ljóst að bæði lið ætla sér að vera í góðri samkeppni við önnur lið í Dominos-deildinni á næsta tímabili.
 
Þær Guðrún Ósk Ámundadóttir og Íris Sverrisdóttir sem ekkert hafa spilað með Haukum þetta tímabilið, vegna meiðsla, munu spila með Haukaliðinu á næsta tímabili og Dagbjört Samúelsdóttir framlengdi sínum samningi við félagið.

Hjá karlaliðinu framlengdu þeir Haukur Óskarsson, Davíð Páll Hermannsson, Sigurður Þór Einarsson og Þorsteinn Finnbogason sínum samningum ásamt þeim Alex Óla Ívarssyni og Jóhannesi Magnússyni.

 
Á fundinum var einnig tilkynnt að Ívar Ásgrímsson yrði áfram þjálfari liðsins en liðið tapaði ekki leik í 1. deildinni efitr að hann tók við. Einnig hafa Haukar gengið frá samningi við Terrence Watson um að spila áfam með Haukaliðinu á næstu leiktíð.

Fréttir
- Auglýsing -