spot_img
HomeFréttirHaukar frábærir í Ljónagryfjunni

Haukar frábærir í Ljónagryfjunni

 Haukar og Njarðvíkingar mættust í Ljónagryfju þeirra Njarðvíkinga í Dominosdeild karla. Fyrir leik höfðu Njarðvíkingar einn sigur í deildinni á Hauka og því um afar dýrmætan leik fyrir bæði lið. Einnig stóðu leikar þannig að Haukarnir sigruðu fyrri leik liðanna og því gríðarlega mikilvægt fyrir Njarðvíkinga að taka sigur í jafnri deild.  Svo fór nú hinsvegar að Haukarnir mættu grimmari til leiks og sigruðu 78:100, nokkuð sannfærandi og verðskuldað.
 Strax á upphafs mínútum leiksins sást í hvað stefndi. Haukarnir komust í 13:0 áður en Njarðvíkingar loksins svöruðu fyrir sig.  Njarðvíkingar skoruðu hinsvegar næstu 9 stig leiksins og það var í raun eini punkturinn í leiknum sem undirritaður hélt að í stefndi hörku leik.  En Haukamenn gáfu þá bara í og endaði leikhlutinn15:28 gestina í vil. 
 
Áfram héldu gestirnir að hamra á heimamönnum í öðrum leikhluta. Varnarleikur Njarðvíkinga var full rausnarlegur og Haukarnir nýttu sér það til fulls. Þegar yfir lauk í fyrri hálfleik voru Haukarnir með þægilegt 39:55 forskot.  En löng hálfleiksræða Friðriks Inga Rúnarssonar þjáflara Njarðvíkinga hefði hugsanlega átt að getað blásið lífi í nánast algerlega meðvitundarlausan leik þeirra Njarðvíkinga.  
 
Allt kom fyrir ekki, sama slenið var yfir heimamönnum restina af leiknum.  Haukarnir hinsvegar voru að spila leikinn gríðarlega vel. Þeir spiluðu varnarleik sinn vel og fengu Njarðvíkingar aldrei frið í sínum aðgerðum sóknarlega.  Stefan Bonneau vissulega gerði sitt sóknarlega, skoraði 40 stig og var skásti leikmaður heimamanna. En það sem tölfræðin sýnir ekki að kappinn á það til að vera nokkuð latur varnarlega og það kannski sést betur á tölfræði gestanna.  Þegar yfir lauk höfðu Haukarnir sett niður 100 stig gegn 78 sem fyrr segir og voru vel að þessum sigri komnir.  Haukarnir sem áttu skelfilegan kafla nú um mitt mótið eru að koma sterkir inn á lokasprettinum, komnir með fjóra sigra í röð og eiga innbyrðisviðureignir á bæði Njarðvík og Stjörnuna í þeirri kássu sem deildin er núna. 
 
Punktar: 
-Njarðvíkingar skutu 33 þristum og hittu úr aðeins 8. 
-Haukar tóku 43 fráköst gegn aðeins 31 frá heimamönnum
– Stefan Bonneau átti eina væna troðslu í fyrri hálfleik þar sem Kári Jónsson var settur á “plakat”
– Bonneau og Mirko Stefan skoruðu 59 stig saman fyrir Njarðvíkinga. Aðeins 19 stig komu frá rest leikmanna
– Byrjunarlið Hauka skoruðu 93 stig af þeim 100 sem þeir skoruðu í leiknum. 
 
 
Mynd/SbS: Hápunktur leiks Njarðvíkinga í leiknum þegar Stefan Bonneau tróð með tilþrifum
Fréttir
- Auglýsing -