Snæfell tók á móti Haukum í Fjárhúsinu Stykkishólmi í Subwaybikar kvenna. Haukastúlkur byrjuðu af krafti og settu niður flottar körfur frá Kiki J. Lund, Heather Ezell og Guðrúnu Ámundar og komust í 5-13. Snæfellsstúlkur voru ekki að spila illa en voru óheppnar með að fá skotin að detta niður. Eftir smá stillingaratriði fór Snæfell að pressa sem stuðaði Hauka og fékk þer til að spila hratt og óskynsamlega. Snæfell náði að minnka muninn í 16-17 og voru að stríða Haukum mikið sem tóku leikhlé. Eitthvað náði Henning að koma til skila því síðustu tvær mínútur fyrsta hluta skoruðu Snæfell ekki stig en Haukar leiddu 16-26.
Í öðrum hluta byrjaði Snæfell á pressu og komust langt á því varnarlega en mjög góð skot voru að skoppa af hringnum og því gekk hægt að saxa á forskot Hauka. Ellen hjá Snæfell átti hrós skilið fyrir erfitt verkefni að dekka Heather hjá Haukum og skilaði hún því hlutverki mjög vel sérstaklega í pressunni. Undir lok annars hluta setti svo Kiki Jean Lund tvo góða þrista í röð og kom Haukum í betri stöðu þar sem Snæfell gerðu sig alltaf líklega að sækja þó erfiðlega gengi. Haukar leiddu 33-50 eftir fyrri hálfleikinn.
Hjá Snæfelli var Sherell Hobbs komin með 13 stig og 10 fráköst. Gunnhildur 7 stig og 4 stoðs. Hrafnhildur 6 stig. Hjá Haukum var Kiki Jean Lund komin með 18 stig og Heather Ezell 17 stig 8 fráköst og 6 stoðsendingar og voru þær tvær afar illviðránlegar þegar á leið annan leikhlutann.
Haukastúlkur tóku frumkvæðið í þriðja hluta og voru að stilla betur upp og spiluðu heilt yfir betur sem skilaði þeim meira forskoti og voru komnar 24 stigum yfir 41-65 þegar 3 min voru eftir af 3. hluta. Snæfell var komið í villuvandræði á þessum tíma og máttu við litlu þar sem Unnur og Gunnhildur voru komnar með 4 hvor og svo þrjár aðrar með 3 villur hver og liðið allt 12 villum meira en Haukar. Haukar leiddu 46-70 eftir 3. hluta.
Helena Hólm var sú eina sem var búin að skora í fjórða hluta þegar 5 mín voru búnar og setti hún þrist. Gunnhildur sem hafði verið hress fyrir Snæfell fór úaf með 5 villur undir lokin. Snæfell stal boltum hægri vinstri í fjórða hluta en bæði lið voru að skora mjög lítið í leikhlutanum framan af og forysta Hauka var aldrei í hættu. Svo fór að Haukar fóru áfram í næstu umferð Subwaybikarsins eftir góðann 23 stiga sigur 61-84.
Hjá Snæfelli var Sherell Hobbs með 25 stig og 11 fráköst. Gunnhildur Gunnars með 12 stig. Hjá Haukum var Heather Ezell búin að vera þeirra langbest með þrefalda tvennu 23 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar. Kiki Lund var með 18 stig og kom með sterkar körfur þegar á reyndi. Helena Hólm var með 11 stig og Thelma Fjalars 11 fráköst.
Að loknum karlaleik Snæfells og Fjölnis birtum við svo myndasöfn frá tvíhöfðanum úr Hólminum.
Ljósmynd/ Úr safni: Ezell átti enn einn stórleikinn fyrir Hauka og heldur áfram að senda valnefnd úrvalsliða KKÍ ,,tóninn“ eins og Óskar Ófeigur Jónsson blaðamaður hjá Fréttablaðinu velti upp í grein á netinu fyrir skemmstu.
Texti: Símon B. Hjaltalín.



