spot_img
HomeFréttirHaukar fengu sérhannað meistarahálsmen

Haukar fengu sérhannað meistarahálsmen

Lokahóf Hauka fór fram um síðustu helgi þar sem nýliðið tímabil var gert upp og góðum árangri fagnað. Báðir meistaraflokkar liðsins urðu deildarmeistarar, karlaliðið fór í undanúrslit en Haukar stóðu uppi sem Íslandsmeistarar. Þá stóðu drengja-og stúlknaflokkur sig frábærlega á tímabilinu og því ljóst að framtíðin er björt í Hafnarfirði.

 

Veittar voru viðurkenningar fyrir leikmenn sem þóttu skara framúr á nýliðnu tímabili. Verðlaunin voru eftirfarandi: 

 

Veitt voru verðlaun fyrir góðan árangur á tímabilinu.

 

Mikilvægustu leikmennirnir: Helena Sverrisdóttir og Emil Barja

Bestu leikmennirnir: Þóra Jónsdóttir og Kári Jónsson

Bestu varnarmenn: Dýrfinna Arnarsdóttir og Hjálmar Stefánsson

Efnilegustu leikmennirnir: Sigrún Ólafsdóttir og Hilmar Pétursson

Mestu framfarir: Sigrún Ólafsdóttir og Breki Gylfason

Emil Barja náði 300 leikja markinu og hefur leikið flesta leiki af spilandi leikmönnum og er annar leikjahæsti leikmaður Hauka frá upphafi á eftir Jóni Arnari Ingvarssyni.

 

Íslandsmeistarar meistaraflokks kvenna áttu sviðið á lokahófinu ásamt skartgripafyrirtækinu Sign í Hafnarfirði. Sign hannaði og gaf Íslandsmeisturunum sérhannað hálsmen sem skartar rauðum stein ásamt plötu með merki Hauka og ártalinu 2018. Hálsmenið er stílhreint, fallegt og lífstíðareign liðsfélaga. Í tilkynningu frá Haukum segir: 

 

„Það er sameiningartákn liðsins fyrir þann árangur og elju sem þær og þjálfarar hafa stundað á tímabilinu. Sign hefur á að skipa skapandi hönnuði sem hikar ekki við að fara út fyrir rammann og öll Haukafjölskyldan er óumræðilega þakklát Inga í Sign fyrir að taka þetta verkefni með þvílíkri fagmennsku, alúð og fegurð. Það var Kristín Ólöf Grétarsdóttir starfsmaður Sign sem afhenti stúlkunum gjöfina fyrir hönd Sign.“

 

Spurning er hvort þetta sé upphafið af nýrri hefð þar sem Íslandsmeistarar fá skartgrip líkt og tíðkast í NBA deildinni þar sem meistararnir fá skreytta hringi. Mynd af hálsmeni Hauka má sjá hér að neðan:

 

Fréttir
- Auglýsing -