spot_img
HomeFréttirHaukar enn ósigraðar, kláruðu leikinn með stæl

Haukar enn ósigraðar, kláruðu leikinn með stæl

Haukar tóku á móti Stjörnunni í 7. umferð Dominosdeildar kvenna í Schenkerhöllinni í kvöld. Leikurinn var mjög kaflaskiptur í fyrstu þremur leikhlutunum þar sem bæði lið átti góða og slæma kafla til skiptist. Fjórði leikhlutinn var síðan jafn framan af en Haukarnir voru með forystuna eftir að hafa klárað þriðja leikhlutann 13-0. Hvort sem það var síðan þreyta hjá Stjörnunni eða blóðbragðið sem Haukarnir voru komnar með þá eiginlega hrundi leikur Stjörnunnar seinustu mínúturnar og Haukarnir nældu sér í 16 stigu sigur sem segir ekki alveg satt um hvernig leikurinn var.
Pálína Gunnlaugssdóttir fór fyrir Haukum með 23 stig og 5 fráköst og á eftir henni kom Helana Sverristdóttir með 17 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar. Þá áttu ungu stúlkurnar Sólrún Inga Gísladóttir og Dýrfinna Arnardóttir mjög góða innkomu.
Hjá gestunum var Chelsie Alexa Schweers lang atkvæðahæst með 34 stig og 8 fráköst. Ragna Margrét Brynjarsdóttir kom þar á eftir með 11 stig og 11 fráköst.

 

Haukar hófu leik á að koma sér í 8-5 en þá setti Chelsie Alexa Schweers niður þrist til að jafna leikinn en Pálína Gunnlaugsdóttir vildi ekki verða síðri og svaraði strax í næstu sókn, 11-8 fyrir Hauka þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Stjarnan hélt í við Hauka þangað til ein og hálf mínúta var eftir af leikhlutanum en hana kláruðu Haukar 7-0 og leiddu því með 10 stigum, 23-13 að honum loknum. En loka karfan var einkar glæsileg þar sem Haukar áttu innkast rétt fyrir aftan miðlínuna þar sem Dýrfinna Arnardóttir fann Maríu Lind Sigurðardóttur undir körfunni sem tókst að skora þrátt fyrir að vera með leikmann í sér.

 

Stjarnan náðu góðu áhlaupi snemma í öðrum leikhluta þar sem þær yfirspiluðu Haukanna 6-0 og minnkuðu muninn í 27-23. Voru Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Bryndís Hreinsdóttir þar fremstar í flokki. Haukarnir tóku strax leikhlé. Eftir leikhléið stálu Haukastúlkur boltanum í tvígang af Stjörnunni og komust auðar í hraðaupphlaup. Pálína hamraði síðan niður þrist til að koma Haukunum í 34-23. Var það þá Stjarnan sem neyddist til að taka leikhlé. Stjörnustúlkur mættu dýrvitlausar til leiks að leikhlénu loknu og settu Margrét Kara Sturludóttir og Bryndís Hreinsdóttir niður sitt hvorn þristinn á örskotsstundu. Chelsie Alexa Schweers setti síðan niður eitt víti af tveimur og kom stöðunni í 34-30. Staðan í hálfleik var síðan 37-33 þar sem Pálína Gunnlaugsdóttir og Chelsie Alexa Schweers voru stigahæstar fyrir sín lið með 13 og 14 stig hvor.

Stjörnustúlkur mættu dýrvitlausar til leiks í þriðja leikhluta þar sem þær áttu 9-0 kafla áður en Haukum tókst að komast á blað þar sem þær komu sér í 37-42. Þær voru ekki hættar og bættu í forystuna og leiddu 39-46 þegar Haukar tóku leikhlé til að fara yfir sín mál. En þær réðu hreinlega ekkert við feiknasterka vörn Stjörnunar. Haukum tókst ekki að skora í opnum leik fyrr en eftir sex mínútur. Þá kom Helena Sverrisdóttir til sögunnar og skoraði tvær snöggar körfur fyrir Haukanna. Það kveikti í heimakonum sem kláruðu leikhlutann á 13-0 kafla og leiddu því 52-46 að honum loknum. Algjör kúvending hjá liðunum.

 

Fjórði leikhluti var stál í stál þara sem ekkert var gefið eftir í baráttu og skiptust liðin á stigum. Stjarnan var ekki langt á eftir og vel inn í leiknum en þá setti Sólrún Inga Gísladóttir tvo baneitraða þrista fyrir Hauka sem kom þeim í 67-58 með þrjár mínútur til leiksloka og tryggði endanlega leikinn fyrir heimakonur sem voru þó ekki hættar og héldu þær áfram að hamra á járnið meðan að það var heitt og náðu sér í 16 stiga sigur, 78-62 loktölur.

 

Myndasafn eftir Báru Dröfn

Tölfræði

 

Viðtöl

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -