spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaHaukar ekki vissir hvenær Eva Margrét kemur til baka - Gengst undir...

Haukar ekki vissir hvenær Eva Margrét kemur til baka – Gengst undir aðgerð í dag

Leikmaður bikarmeistara Hauka Eva Margrét Kristjánsdóttir verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla.

Eva Margrét var ekki í liði Hauka sem lagði Njarðvík í Subway deild kvenna í gærkvöldi, en hún meiddist á hnéi í leik Íslands og Spáns í Laugardalshöllinni þann 12. febrúar síðastliðinn. Samkvæmt aðstoðarþjálfara liðsins mun Eva vera með rifu á liðþófa sem þarfnast aðgerðar sem hún mun gangast undir í dag. Segir hann félagið ekki vita nákvæmlega hvenær hún verði orðin leikfær á ný, vonast sé til að hún komi inn fyrir úrslitakeppnina, en síðasti leikdagur Subway deildar kvenna er eftir rúman mánuð, þann 29. mars.

Eva Margrét hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar það sem af er tímabili. Í 17 leikjum með Haukum á tímabilinu hefur hún skilað 14 stigum, 9 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik, en hún er næst framlagshæsti íslenski leikmaður deildarinnar á eftir Isabellu Ósk Sigurðardóttur hjá Njarðvík.

Fréttir
- Auglýsing -