spot_img
HomeFréttirHaukar ekki í fleiri breytingar - Leita að bandarískum bakverði

Haukar ekki í fleiri breytingar – Leita að bandarískum bakverði

Líkt og greint var frá í gær hafa Haukar í Subway deild karla sagt upp samningi sínum við hinn bandaríska Jalen Moore. Jalen hafði það sem af var tímabili leikið sex leiki fyrir Hauka í Subway deildinni og skilað í þeim 27 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum, en gengi liðsins hafði ekki verið sem skyldi, hafa tapað fjórum leikjum og unnið aðeins tvo.

Í samtalið við Körfuna fyrr í dag sagði þjálfari liðsins Máté Dalmay að ekki væri fleiri breytinga að vænta frá liðinu. Þeir hafi ætlað að skipta út Bandaríkjamanni og láta þar við sitja um stundir.

Samkvæmt Máté stendur leit þeirra að bandarískum bakverði yfir og er vel á veg komin. Ekki er búið að semja við neinn ennþá, en félagið er eins og staðan er með einn í sigtinu.

Fréttir
- Auglýsing -