spot_img
HomeFréttirHaukar ekki í erfiðleikum í Dalhúsum

Haukar ekki í erfiðleikum í Dalhúsum

Fjölnir og Haukar mættust í 8-liða úrslitum í Powerade bikar kvenna í dag þar sem að Haukar sigruðu örugglega 45-87.
Fjölnir höfðu unnið Breiðablik í 16 liða úrslitum á meðan að Haukar sátu hjá í þeirri umferð.
 
Leikurinn byrjaði með rólegra móti og var staðan 27-39 í hálfleik. Haukar gerðu þó endanlega út um leikinn í þriðja leikhluta sem að þær unnu 30-6. Margrét Rósa Hálfdanardóttir var í miklu stuði í upphafi þess leikhluta og skoraði hún 4 fyrstu stig Hauka. Einnig voru Lele Hardy og Gunnhildur Gunnarsdóttir að skora mikið í leikhlutanum fyrir Hauka. Hjá Fjölni voru það aðeins Mone Peoples sem að ógnaði eitthvað af ráði en Fjölnisstúlkur voru ekki að hitta vel á meðan að Haukar hittu mjög vel og keyrðu mikið á hraðaupphlaupum.

Þar sem að leikurinn var ráðinn var fjórði leikhlutinn rólegur framan af en um miðbik leikhlutans kom Íris Sverrisdóttir inn á fyrir Hauka og sýndi það að hún er öll að komast í topp form eftir löng og erfið meiðsli. Hún gerði allt í leikhlutanum, skoraði fyrir utan og innan þriggjastigalínuna, tók fráköst og gaf stoðsendingar.

 
Enga tölfræði er hægt að skoða á vef KKÍ og veit undirritaður ekki hvers vegna en ég vona að það sé aðeins vegna þess að Fjölnir hafi gleymt að senda hana inn frekar en að ekki hafi verið skráð tölfræði í leik í 8 liða úrslitum Powerade bikarsins.
 
 
Mynd/ Lele Hardy fór fyrir Haukum að venju
Fréttir
- Auglýsing -