Haukar blása til sætaferða í Síkið á fyrstu undanúrslitaviðureignina gegn Tindastól sem fram fer þriðjudaginn 7. apríl næstkomandi. Hafnfirðingar hafa þegar sett saman viðburð á Facebook þessu tengdu og má nálgast hann hér.
Í viðburðarlýsingunni segir:
Eftir magnaða seríu við Keflavík og frábæran sigur í oddaleik er komið að undanúrslitum Domino's deildar karla. Haukar mæta spútnikliðið Tindastóls sem hafnaði í 2. sæti deildarinnar.
Fyrsti leikur liðanna fer fram á Sauðárkróki þriðjudaginn 7. apríl kl. 19;15. Stefnt verður á að vera með hópferð norður til að hvetja strákana til sigurs. Þeir sem hafa áhuga á að fara með vinsamlega skrái sig á http://karfan.hf.is/
Lagt verður af stað frá Ásvöllum kl. 12:00 og kostar hvert sæti 2000 krónur fram og til baka sem er gjöf en ekki gjald.
Síkið er erfiður heimavöllur heim að sækja og skiptir því stuðningur Haukamanna sköpum í þessari baráttu. Stemningin var frábær á Ásvöllum, innan vallar sem utan, og nú er lag að halda henni á lofti.



