spot_img
HomeFréttirHaukar bikarmeistari í 10. flokki kvenna

Haukar bikarmeistari í 10. flokki kvenna

13:44
{mosimage}

(Bikarmeistarar Hauka í 10. flokki kvenna) 

Grimm vörn skilaði 10. flokki Haukakvenna bikarmeistaratitlinum 2008 en Haukar lögðu Keflavík 46-63 í úrslitaleik bikarsins á Selfossi í dag. Haukar höfðu frumkvæðið frá upphafi leiks og héldu forystunni allt til lokaflautið gall. Keflvíkingar áttu fínar rispur en náðu þó aldrei að ógna Haukum sem beittu góðri pressuvörn sem skilaði mörgum boltum og nokkrum auðveldum körfum. 

Guðbjörg Sverrisdóttir var atkvæðamikil í liði Hauka að vanda en í dag setti hún niður 22 stig, tók 19 fráköst, varði 3 skot og gaf 3 stoðsendingar og var fyrir vikið valinn besti maður leiksins úr röðum Hauka. María Jónsdóttir var valin besti leikmaðurinn úr röðum Keflavíkur en hún gerði 18 stig, tók 10 fráköst, varði 7 fráköst, var með 5 stolna bolta og 3 stoðsendingar.  

Allt benti til þess að Haukar ætluðu að stinga snemma af er stelpurnar frá Hafnarfirði komust í 5-15 en Keflvíkingar náðu að minnka munninn í 17-24 og þannig stóðu leikar í hálfleik.  

Haukar reyndust mun sterkari í síðari hálfleik og pressuð stíft á Keflavík sem kastaði frá sér boltanum í gríð og erg og fyrir vikið fengu Haukar margar auðveldar körfur og byggðu upp þægilegt forskot sem dugði þeim allt til leiksloka. Lokatölur voru 46-63 Haukum í vil eins og áður greinir en slæmar ákvarðanir í sókninni og slæmar sendingar urðu Keflvíkingum að falli í dag á meðan Haukar léku glæsilega vörn.  

Tölfræði leiksins 

[email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

(Guðbjörg Sverrisdóttir)

Fréttir
- Auglýsing -