spot_img
HomeFréttirHaukar bikarmeistari 10. flokkur stúlkna

Haukar bikarmeistari 10. flokkur stúlkna

 Úrslitaleikur í 10. flokki stúlkna var á milli Hauka og Keflavíkur.  Leikurinn var eins og búast var við, skemmtilegur en Haukastúlkur voru með frumkvæði í leiknum að mestu og sigruðu verðskuldað að lokum 38:35. Keflavíkurstúlkur gerðu heiðarlega tilraun undir lok leiks til að komast tilbaka og stela sigrinum en aðeins vantaði uppá hjá þeim. 
 
1. leikhluti
Haukastúlku hófu leik af miklum krafti og Keflavíkurvörnin á hælunum. Eftir 5 mínútna leik var staðan 12:3 fyrir Hauka og galopin layup hjá Keflavíkurstúlkum voru hreinlega ekki að detta niður. Taugarnar þandar vissulega og það hefur sitt að spila í svona leikjum. Þröstur Leó þjálfari Keflavíkur tók leikhlé í þessari stöðu og minnti sínar stúlkur á að anda frá sér og að þær hefðu sett þessi lay up niður í allan vetur.  Haukastúlkur virtust vera afslappaðri og leiddu eftir fyrsta fjórðung 14:7. 
 
2. leikhluti
Elfa Falsdóttir setti fyrstu stig annars leikhluta úr tveimur vítum og Keflavík hóf að pressa stíft á Hauka allan völlinn. Smá örvænting fór að grípa um sig í sóknarleik Hauka við þessa hertu vörn Keflavíkur og ótímabær skot og tapaðir boltar fóru að líta dagsins ljós hjá þeim.  En svæðisvörn  Hauka var einnig gríðarlega þétt fyrir og Keflavíkurstúlkur í sama basli sóknarmegin hjá sér líkt og Haukar.  Eftir að staðan hafði verið 16:11 í um 4 mínútur í leikhlutanum var það Thelma Dís Ágústsdóttir hjá Keflavík sem loksins setti niður körfu.  Sýnir kannski hversu vel bæði lið voru einbeitt í varnarleik sínum og hugsanlegt að þjálfarar liðana hafið farið yfir þá gömlu klausu að vörn vinnur titla. Thelma hélt uppteknum hætti og breytti stöðunni fljótlega í 16:15 og aðeins eitt stig sem munaði nú á liðunum og Haukar aðeins búnar að skora 2 stig í fjórðungnum. Silvía Rún Hálfdánardóttir og Anna Lóa Óskarsdóttir löguðu stöðuna fyrir Hauka og endaði fyrri hálfleikur 20:16 Hauka í vil.  Þess má geta að Anna Lóa á rætur sínar að rekja til einmitt Keflavíkur því faðir hennar Óskar Nikulásson sleit barn- og körfuboltaskóm sínum þar. 
 
3. leikhluti
Haukastúlkur settu fyrstu stig síðari hálfleiks og þar var á ferðinni Dýrfinna Arnardóttir með létt stökk skot af kantinum. Haukastúlkur héldu svo sínum dampi eftir þetta og voru í bilstjórasætinu. Keflavíkurstúlkur treystu mikið á langskot sín þar sem að vörn Hauka var sem fyrr þétt fyrir. Þessi skot þeirra voru ekki að detta framan af, eða ekki fyrr en að Elfa Falsdóttir sökkti einu, spjaldið oní og staðan 29:23 þegar um 2 mínútur voru til loka leikhlutans. Svo fór að Haukastúlkur gerðu vel í leikhlutanum og komu sér í þægilegt 32:23 forskot fyrir síðasta leikhluta leiksins. 
 
4. leikhluti
Emiía Ósk Gunnarsdóttir hóf leikhlutann á sterku gegnum broti í gegnum vörn Hauka og setti niður auðvelt sniðskot. Og áfram héldu Keflavík og höfðu fljótlega breytt stöðunni í  32:27. Þrátt fyrir skýr skilaboð þjálfara Keflavíkur um að leita að körfunni þá voru enn ótímabær þriggjastigaskot að fara í loftið hjá Keflavík. Haukastúlkur nýttu sér þetta og Dýrfinna Arnardóttir og Inga Rún Svansdóttir nýttu sér það til fulls hinumegin og komu sínu liði aftur í 9 stiga forystu, 36:27.  Þröstur þjálfari Keflavíkur þótti tilefni til að fara yfir málin með sínu liði og tók leikhlé þegar rúmar 4 mínútur voru eftir af leiknum. Þegar um 2 mínútur voru til loka leiks í stöðunni 38:33 Hauka í vil þá neglir Thelma Dís Ágústsdóttir niður þrist og heldur sínu liði á floti í leiknum.  Ingvar  Guðjónsson þjálfari Hauka leist ekki á blikuna og vildi skerpa á leik sinna kvenna.  Keflavík náðu að stela svo boltanum í næstu sókn og Emilía Ósk minnkaði muninn niður í 3 stig, 38:35 og mínúta til loka leiks. Haukar áttu síðustu sókn leiksins og með Keflavík pressaði stíft en óskiljanlegan hátt þá fengu þær ekki þau skilaboð um að brjóta eins og gengur og gerist í þessari aðstöðu og leiktíminn rann út og Haukar fögnuðu bikarmeistaratitlinum í 10. flokki kvenna. 
 
Maður leiksins: Inga Rún Svansdóttir
 
 
Byrjunarlið Keflavík: 
Elfa Falsdóttir
Svanhvít Snorradóttir
Kristrós Jóhannsdóttir
Emelía Ósk Gunnarsdóttir
Thelma Dís Ágústsdóttir
 
Byjunarlið Hauka: 
Silvía Rún Hálfdánardóttir
Magdalena Gísladóttir
Inga Rún Svansdóttir
Elva Rós Hrafnsdóttir
Dýrfinna Arnarsdóttir
Fréttir
- Auglýsing -