spot_img
HomeFréttirHaukar bikarmeistarar í drengjaflokki!

Haukar bikarmeistarar í drengjaflokki!

Tvö af bestu liðum landsins í drengjaflokki mættust í bikarúrslitum í kvöld. Haukar með meistaraflokksmanninn Kára Jónsson í broddi fylkingar og Tindastóll í forystu Péturs Rúnars Birgissonar, sem einnig leikur með meistaraflokki.
 
Haukar voru sjóðheitir strax í upphafi og hittu 13/24 í fyrsta hluta. Skoruðu 1,32 stig per sókn og nýttu 63% sókna sinna til að skora 1 stig eða meira. Tindastóll hitt heldur verr og datt 10 stigum undir í 1. hluta, 32-22.
 
Nýting beggja liða var slök í 2. hluta en einstaklingsframtakið hjá leikmönnum beggja liða réði ríkjum á þessum tíma.  Sóknarflæði Tindastóls var sérstaklega slæmt þar sem menn lágu lengi á boltanum.  Tveir þristar í röð hjá Viðari Ágústssyni hins vegar gerðu gæfumuninn og staðan var 52-42 fyrir Hauka í hálfleik.
 
Skilvirknin batnaði lítið í 3. hluta en Haukar hittu mun betur í fyrir innan þriggja stiga línuna en gátu ekki keypt körfu þar fyrir utan. 
 
Fráköstin voru vandamál fyrir Tindastól allan leikinn en þeir létu eftir 21 sóknarfrákast í leiknum. Sóknarþungi Hauka var mikill og úr öllum áttum. Tindastóll brást við með svæðisvörn í lok 3. hluta, sem lauk 70-69 fyrir Haukum.
 
Strax í upphafi 4. hluta fór Kári nokkur Jónsson í gang, setti 2 þrista í röð og jók strax muninn í 15 stig. Í heildina voru Haukar að hitta illa en fengu ítrekað annað tækifæri til að skora með því að hirða nánast öll sóknarfráköst sem buðust.  
 
Það bar á uppgjöf af hálfu Tindastóls í lok leiks en þeir töpuðu 7 boltum í 4. hluta. Leiknum lauk með öruggum sigri Hauka, 92-76.
 
Kári Jónsson var mjög góður í seinni hálfleik en átti slakan dag í skotunum og hitti aðeins 8-26. Hann endaði samt með 27 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar. Lykilmaður leiksins var hins vegar Hjálmar Stefánsson, en hann skoraði 23 stig fyrir Hauka og tók 12 fráköst, þar af 6 í sókn. Hann stal einnig 5 boltum og varði eitt skot.
 
Hjá Tindastól átti Viðar Ágústsson frábæran leik, skoraði 37 stig, tók 16 fráköst og varði 3 skot. Pétur Rúnar var hins vegar fjarri góðu gamni með 10 stig, 1/10 nýtingu en  gaf þó 5 stoðsendingar.
 
 
Texti og myndir: [email protected]
 
Lykilmaður leiksins:  Hjálmar Stefánsson
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -