spot_img
HomeFréttirHaukar bikarmeistarar í 9. flokki karla!

Haukar bikarmeistarar í 9. flokki karla!

Það var alvöru nágrannaslagur í bikarúrslitum í 9. flokki karla, þar sem Haukar og Stjarnan mættust. 
 
Jafnt var með liðunum í upphafi leiks. Haukar voru við stýrið lengst af en munurinn aldrei meiri en 3 stig.  Dúi Þór Jónsson jafnaði metinn á lokasekúndu 1. hluta með “floater” á endalínunni og staðan því jöfn 10-10 eftir 1. hluta.
 
Haukar héldu áfram að gefa í en fyrrnefndur Dúi Þór var ekki á því að gefa þennan leik eftir og byrjaði að raða niður þristunum úr öllum áttum. Hann endaði fyrri hálfleik með 19 stig og 5/11 í þristum.
 
Hvorug lið átti góðan 3. hluta en Haukar réðu lögum og lofum í fráköstum í þessum leik og héldu sér því þannig við stýrið. Fráköstin fóru 45-23 fyrir Haukum.
 
Stjarnan lét þó ekki yfirburði Hauka í fráköstum á sig fá heldur keyrðu hratt upp völlinn og notuðu þriggja stiga skotin sér til framdráttar. Dúi Þór dró lið sitt áfram með árásum fyrir utan þriggja stiga línuna (og oft á tíðum LAAANGT fyrir utan).  Það dugði þó ekki og Haukar uppskáru verðskuldaðan sigur 72-56.
 
Lykilmaður leiksins var Hilmar Pétursson (Yngvarssonar) með frábæran leik, 28 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Hilmar átti margar mikilvægar körfur þegar Stjarnan var við það að nálgast. Nafni hans Hilmar Henningsson (Henningssonar) kom fast á eftir honum með 26 stig, 4 fráköst og 3 stolna bolta. 
 
Dúi Þór Jónsson (Kr. Gíslasonar) bar af hjá Stjörnuliðinu með 35 stig og var 9/23 í þristum. 
 
Myndir og texti: [email protected]
 
Lykilmaður leiksins: Hilmar Pétursson 
 
Fréttir
- Auglýsing -