spot_img
HomeFréttirHaukar B með sigur annan daginn í röð

Haukar B með sigur annan daginn í röð

09:07

Haukar B spiluðu annan leikinn sinn á tveim dögum og nú við Ármann/Þrótt. Ármann/Þróttur skoraði fyrstu stig leiksins en svo tóku Haukar öll völd og staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-7 fyrir Haukum B.

 

Í öðrum og þriðja leikhluta stóðu Ármanns stelpur í Haukum en Haukar voru þó alltaf skrefi á undan, Ármann náði muninum niður í 12 stig á tímabili en komast aldrei nær. Í fjórða leikhluta gáfu Haukarstelpur svo í og enduðu leikinn með stórsigri 72-43.

 

Stigahæstar hjá Haukum B voru Bryndís Hreinsdóttir með 13 stig og Helena Hólm og Ragna Margrét Brynjarsdóttir með 12 stig hvor. Hjá Ármann/Þrótt voru Bryndís Gunnlaugsdóttir og Helga Þóra Jónasdóttir með 11 stig.

 

Texti: Bryndís Gunnlaugsdóttir

Fréttir
- Auglýsing -