spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHaukar á toppnum eftir naglbít í Ólafssal

Haukar á toppnum eftir naglbít í Ólafssal

Það var nánast áþreifanleg spenna í loftinu þegar gengið var inn í Ólafssal á Ásvöllum í kvöld, efstu tvö liðin að mætast og sigurliðið færi inn í helgina í toppsætinu. Leikurinn var mjög jafn og allt öðruvísi áhorfs en síðustu heimaleikir Hauka. Haukar enduðu sem sigurvegarar eftir spennuleik, 90-89 voru lokatölur.

Gestirnir leiddu lengstum í fyrri hálfleik en liðin voru þó að skiptast á því að leiða. Gestirnir settu flautukörfu og staðan var jöfn, 47-47, í hálfleik. Það var frekar jafnt á flestum tölfræðiþáttum, gestirnir hittu aðeins betur en heimamenn náðu í fleiri fráköst og pössuðu boltann betur. Haukar voru þó með 64 framlagspunkkta gegn 51 hjá Hetti.

Höttur leiddi með tveimur stigum fyrir lokaleikhlutann, gestirnir fráköstuðu betur í 3. leikhluta og voru heimamenn full pulsulegir í baráttunni um lausa bolta eftir mislukkuð skot. Bæði Bragi Guðmundsson og Orri Gunnarsson áttu svokölluð „chasedown-block“ í leikhlutanum sem gladdi augað og kveikti í stúkunni.

Þegar fimm mínútur voru eftir tóku þjálfarar gestanna leikhlé. Haukar leiddu með fjórum stigum og leikurinn að sveiflast með þeim. Haukar héldu áfram að leiða og leiddu með tveimur stigum þegar tíu sekúndur voru eftir. Höttur var með boltann og gestirnir tóku leikhlé. Deaon hjá Haukum var kominn með fimm villur og Finnur Atli lék því lokakaflann hjá heimamönnum.

Höttur hafði sex sekúndur á skotklukkunni og Matej Karlovic fékk boltann. Matej kom sér ekki í gott skotfæri og reyndi erfitt skot sem var of stutt og skotklukkan rann út. Haukar tóku innast og komu boltanum á Jose Medina og brutu gestirnir á honum. Jose setti bæði vítin ofan í og kom forystunni upp í fjögur stig.

Gestirnir tóku leikhlé og höfðu 1,8 sekúndur til að minnka muninn og þeim tókst það. Timothy setti þrist og endaði því leikurinn með eins stigs mun.

Rándýr víti sem fóru forgörðum:

Gestirnir brenndu af sjö vítum í leiknum, þar af fjórum í lokaleikhlutanum.

Tölfræðin:

Tölfræðin var ansi jöfn, gestirnir voru mjög öflugir fyrir utan 3ja stiga línuna á meðan heimamenn skoruðu meira í teignum og í hraðaupphlaupum. Gestirnir skoruðu tólf stigum meira en heimamenn eftir sóknarfráköst, oft fór boltinn út fyrir 3ja stiga línu og Höttur refsaði pínu sofandi Haukum.

Hetja leiksins:

Jeremy Smith var bestur í seinni hálfleik og því hetjan að mínu mati. Deaon var þá virkilega góður heilt yfir. Hjá gestunum voru byssurnar Arturo og Timothy bestu mennirnir.

Dómarar leiksins:

Sigmundur Már og Helgi Jónsson

Byrjunarliðin:

Haukar: Jose, Deaon, Jeremy, Emil og Orri

Höttur: Arturo, Timothy, Juan, Adam og David

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -