20:11
{mosimage}
Haukastelpur lögðu Fjölni að velli í kvöld 82-63 í undanúrslitum Lýsingarbikar kvenna. Eftir nokkuð jafnan 1. leikhluta stungu Haukar af og unnu sannfærandi sigur. Stigahæst hjá Haukum var Kiera Hardy með 23 stig og hjá Fjölni var Slavica Dimovska með 19 stig.
Fjölnir skoraði fyrstu körfu leiksins og var það í eina skiptið sem þær leiddu en Haukar skoruðu næstu níu stig leiksins og breyttu stöðunni í 9-2. Slavica Dimovska reyndi klóraði í bakkann með fimm stigum á stuttum kafla en Haukar héldu áfram og leiddu eftir fyrsta leikhlutann 16-11.
{mosimage}
Öflug byrjun Hauka í 2. leikkhluta gerði út um leikinn en þær skoruðu 11 fyrstu stigin og komust í 27-11. Eftir það var erfitt fyrir Grafarvogsliðið og Haukar héldu áfram að auka muninn og mestur var hann 24 stig 38-14. Fjölnir náði aðeins að minnka muninn fyrir hálfleik og Haukar með 16 stiga forystu í hálfleik 40-24.
Kristrún Sigurjónsdóttir var allt í öllu fyrir Hauka í 3. leikhluta en hún skoraði 13 af 21 stigum sínum í leikhlutanum. Fjölnirstelpur minnkuðu muninn í leikhlutanum og munaði mikið um framgöngu Grétu Grétarsdóttur, Slavidu Dimovsku og Birnu Eiríksdóttur og Fjölnir minnkaði muninn og varð hann minnstur 14 stig, 65-51.
{mosimage}
Staðan í upphafi 4. leikhluta var 67-51 Haukum í vil. Fjölnir skoraði fyrstu körfuna en þá kom góður kafli hjá Haukum þar sem þær skoruðu 13 stig gegn 2 og sigur þeirra í höfn. Lokatölur 82-63.
Stigahæst hjá Haukum var Keira Hardy með 23 stig og tók einnig 8 fráköst. Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 21 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.
Hjá Fjölni var Slavica Dimovska allt í öllu en hún var með 19 stig, 8 fráköst, 5 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Gréta María Grétarsdóttir var með tvennu en hún skoraði 15 stig og tók 11 fráköst.
Myndir: [email protected]
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



