spot_img
HomeFréttirHaukar 56 - 74 Njarðvík :Bein textalýsing - Leik lokið

Haukar 56 – 74 Njarðvík :Bein textalýsing – Leik lokið

Hér munum við fylgjast með leik Hauka og Njarðvíkur sem fram fer í Schenker-hölllinni í Hafnafirðinum.  Liðin áttust við í æsispennandi leik 4. apríl síðastliðin þar sem Njarðvík fór með sigur af hólmi eftir svakalegar lokamínútur.  Haukar tjalda öllu til í dag og er stemmingin eftir því.  Áhorfendur láta vel í sér heyra og búast má við hörku leik.
17:37 –  Njarðvík fer með sigur af hólmi, 56-74 og leiða 2-0 í einvíginu. Með sigri í næsta leik getur Njarðvík orðið Íslandsmeistari.
 
17:35 – Sverrir gefur nokkrum leikmönnum tækifæri sem hafa ekki spilað í leiknum hingað til og stuðningsmenn Njarðvíkur hafa staðið á fætur.  Sigurinn er í höfn og aðeins spurning um hversu stór sigurinn verður.  
 
17:33 – Haukar brjóta við hvert tækifæri til þess að reyna að halda í þær sekúndur sem eftir eru.  Það dugar þeim þó skammt því þær hafa klikkað á seinustu tveimur skotunum sínum og eru komnar 15stigum undir, 56-71.  
 
17:30 – Sverrir tekur leikhlé fyrir Njarðvík, ein mínúta og 4 sekúndur eftir af leiknum og forskot Njarðvíkur 11 stig, 54-65.  
 
17:26 – Þarna negldi Petrúnella Skúladóttir síðasta nagla í kistu Hauka í þessum leik, stal boltanum og setti sniðskotið niður, 12 stiga forskot Njarðvíkur staðreynd og aðeins ein og hálf mínúta eftir.  53-65.  
 
17:25 – Bara tvær mínútur eftir og ennþá munar 10 stigum á liðunum, þetta fer að renna úr höndum Hauka. 53-63. 
 
17.22 – Bjarni Magnússon tekir leikhlé fyrir Hauka þegar Baker-Brice setur niður sniðskot og forskot gestana aftur komið í 10 stig, 53-63.  Njarðvík fagnar vel og innilega og stuðningsmenn þeirra sem fjölmenna á pöllunum hérna standa upp og klappa vel fyrir sínu liði.  
 
17.20 – Njarðvík komið 10 stigum yfir, 51-61, og tæplega fjórar mínútur eftir.  Haukar rétt gleyma sér í smá stund og Njarðvík var ekki lengi að refsa.  Þetta gæti reynst þeim dýrkeypt.  
 
17:17 – Risastórt play hjá Njarðvík, Lele Hardy stelur boltanum og skilar tveimur stigum á hinum enda vallarins og víti að auku.  Bjarni tekur leikhlé fyrir Hauka sem eru komnar 5 stigum undir og aðeins 5 mínútur eftir af leiknum.  
 
17:15 – Njarðvík svarar fyrir sig með snöggum fjórum stigum í röð og leiða með þremur stigum, 50-53.  
 
17:14 – Haukar byrja fjórða leikhluta betur, þær eru komnar einu stigi yfir og þar hefur Jence Ann-Rhoads farið fyrir sínu liði, 50-49 
 
17:09 – Það var Ingibjörg Vilbergsdóttir sem átti seinustu stig þriðja leikhluta og kom Njarðvík 3 stigum yfir, 44-47, og aðeins einn leikhluti eftir.  
 
17:05 – Það er ekki mikið sem skilur þessi lið að en Njarðvík er komið með tveggja stiga forskot eftir að Lele Hardy stal boltanum og brunaði fram í sniðskot, 42-44.  
 
17:01 – Petrúnella er eitthvað farin að láta dómarana fara í taugarnar á sér, hún er hársbreidd frá því að fá tæknivillu fyrir kjaftbrúk.  Haukar leiða ennþá með einu stigi, 40-39.  
 
16:58 – Liðin skiptast á að leiða leikinn, staðan er 38-37 fyrir Hauka þegar þriðji leikhluti er hálfnaður.  
 
16:53 – Logi Geirsson fyrrum landsliðsmaður í handbolta er mættur í Schenker Höllina, Logi er því greinilega sammála okkur að körfubolti er móðir allra íþrótta, enda tekur hann úrslitakeppnina í IE kvenna fram yfir landsleik íslands og Japan í handbolta.  
 
16:50 – Shanae Baker-Brice splæsti í 67% nýtingu í fyrri hálfleik, með 15 stig og 2 af fjórum ofaní fyrir utan þriggja stiga línuna.   Margrét Rósa gerir þó ennþá betur fyrir Hauka og er með 75% nýtingu en hún hefur aðeins klikkað á einu skoti í leiknum og hefur skorað eins og fyrr segir 10 stig.  
 
16:37 – Lokatilraun Njarðvíkur í fyrri hálfleik geigar og það munar því einu stigi á liðunum þegar liðin halda til klefa í hálfleik, 30-31.  Shanae Baker-Brice er stigahæst í liði Njarðvíkur með 15 stig, næstar eru Lele Hardy með 6 stig og Petrúnella Skúladóttir með 5 stig.  Hjá Haukum er Tierny Jenkins stigahæst með 11 stig og 4 fráköst en næst er Margrét Rósa með 10 stig og María Lind Sigurðardóttir er með 5 stig.  
 
16:36 – Margrét Rósa Hálfdánardóttir er að eiga hörkuleik fyrir Hauka og er komin með 10 stig og 3 fráköst og Haukar hafa minnkað muninn niður í 1 stig, 30-31.  Margrét hefur skorað seinustu 6 stig Hauka.  
 
16:32 – Petrúnella brýtur ísinn fyrir Njarðvík og jók forskotið aftur í 4 stig, 22-26 og Bjarni Magnússon tekur leikhlé fyrir Hauka.  
 
16:30 – Njarðvík hefur ekki skorað í 4 mínútur og Haukar ekki skorað í 2 mínútur.  Það eru varnir sem ráða ríkjum í Schenker höllinni í dag.  
 
16:25 – Svæisvörn Hauka skila árangri strax eftir leikhlé en þær hafa minnkað muninn niður í 2 stig þegar annar leikhluti er rétt að verða hálfnaður.  22-24. 
 
16:23 – Haukar tala leikhlé þegar tvær og hálf mínúta er liðin af öðrum leikhluta.  Njarðvík er komið með 6 stiga forskot og Haukar virðast vera hálf ráðalausar í vörninni.  18-24.  
 
16:18 – Ungur Njarðvíkingur var að setja niður borgarskot Iceland Express, ekki leiðinleg páskagjöf það að fá ferð til evrópu með Iceland Express
 
16:17 – Haukar skora seinustu 2 stig fyrsta leikhluta en Njarðvík leiða þó með 4 stigum, 12-18.  Tierny Jenkins er með 9 stig fyrir Hauka og Baker-Brice með 10 stig fyrir Njarðvík.  
 
16:12 – Góður kafli hjá Njarðvík sem eru komnar með 5 stiga forskot, 12-17.   Baker-Brice er að reynast Haukum erfið en hún hefur skorað 10 stig á fyrstu 9 mínútum leiksins.  
 
16:10 – Njarðvík kemst yfir með þrist frá Petrúnellu Skúladóttir, 9-10.  
 
16:08 – Tierny Jenkins fer á kostum í liði Hauka með 7 af fyrstu 9 stigum liðsins og átti stoðsendinguna á hin tvö stigin.  Það er þó að lifna yfir Njarðvíkurliðinu sem hefur skorað seinustu 5 stig leiksins, 9-7.  
 
16:05 – Það gengur lítið sem ekkert í sóknarleik Njarðvíkur sem hafa ennþá aðeins skorað 2 stig í leiknum.  Haukar leiða leikinn 7-2 og stuðningsmenn Hauka láta vel í sér heyra.  
 
16:00 – Það er að miklu að keppa og það er ljóst á upphafsmínútum leiksins, liðin eru varkár í sínum leik og aðeins fjögur stig skoruð á fyrstu tveimur mínútum leiksins, 2-2.  
Fréttir
- Auglýsing -