Haukar hafa ákveðið að bæta við sig erlendum leikmanni fyrir átökin í Iceland Express deildinni í vetur og hefur Elam Hope gengið í raðir Hafnarfjarðarliðsins.
Þetta kemur fram á heimasíðu Hauka.
Hope er 22 ára og útskrifaðist frá Indina State á þessu ári þar sem hún var byrjunarliðsmaður þrjú af fjórum árum sínum. Hún er 185 cm á hæð og kemur til með að leysa stöðu framherja í vetur og er hún kærkomin viðbót í framherja/miðherja stöðu Hauka sem misstu bæði Rögnu Margréti Brynjarsdóttur og Telmu Björk Fjalarsdóttur fyrir þessa leiktíð.
Á háskóla árum sínum var Hope að skora um 10 stig í leik og taka 5 fráköst og er hún talin ágætis skotmaður.
Hope verður að öllum líkindum með Haukum gegn Njarðvík þegar að liðin mætast á morgun á Ásvöllum.
Mynd: Eurosport