spot_img
HomeFréttirHaukakonur stóðust prófið í Ljónagryfjunni

Haukakonur stóðust prófið í Ljónagryfjunni

Haukar lögðu heimakonur í Njarðvík í kvöld í Subway deild kvenna, 56-63.

Njarðvík er enn í toppsæti deildarinnar með 12 stig líkt og Keflavík á meðan að Haukar eru í 4.-5. sætinu með 8 stig líkt og Fjölnir. Vegna FIBA EuroCup eiga Haukar þó nokkra leiki inni á flest liðin.

Staðan í deildinni

Leikur kvöldsins var í nokkru jafnvægi í upphafi, þar sem að heimakonur í Njarðvík voru skrefinu á undan eftir fyrsta leikhluta, 16-13. Undir lok fyrri hálfleiksins ná Haukakonur að snúa því tafli sér í vil og fara sjálfar með 5 stiga forystu til búningsherbergja í hálfleik, 28-33.

Haukakonur halda svo áfram í forystuna í upphafi seinni hálfleiks. Vinna þriðja leikhlutann með 3 stigum og eru því 8 yfir fyrir lokaleikhlutann, 38-46. Í þeim fjórða gera þær svo nóg til þess að sigla að lokum sterkum 7 stiga sigur í höfn, 56-63.

Atkvæðamest fyrir Njarðvík í kvöld var Aliyah A’taeya Collier með 16 stig, 16 fráköst og 6 stoðsendingar.

Fyrir Hauka var Sólrún Inga Gísladóttir best með 21 stig og 3 stoðsendingar, en hún setti niður fimm af sex fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -