spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaHaukakonur lagðar af stað til Azoreyja - Eiga góða möguleika á að...

Haukakonur lagðar af stað til Azoreyja – Eiga góða möguleika á að tryggja sig í riðlakeppni EuroCup

Lið Hauka lagði af stað til Azoreyja í Portúgal í morgun til þess að leika seinni leik sinn gegn Uniao Sportiva í undankeppni EuroCup, en þar sem ekkert beint flug er til eyjanna þurfti liðið fyrst að fara á meginlandið, til Parísar.

Vinni þær seinni leikinn, eða tapi honum með minna en 5 stigum tryggja þær sig áfram í riðlakeppni keppninnar. Seinni leikurinn fer fram komandi fimmtudag 30. september, en hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á YouTube síðu FIBA.

Hérna er heimasíða mótsins

Mynd / Haukar FB

Fréttir
- Auglýsing -