spot_img
HomeFréttirHaukar lögðu Snæfell í sveiflukenndum leik í Stykkishólmi

Haukar lögðu Snæfell í sveiflukenndum leik í Stykkishólmi

Haukar lögðu Snæfell í Stykkishólmi í kvöld í 10. umferð Subway deildar kvenna, 72-78. Eftir leikinn eru Haukar í 7. sæti deildarinnar með fimm sigra og fimm töp á meðan að Snæfell er enn í 19. sætinu án sigurs eftir fyrstu tíu umferðirnar.

Atkvæðamest í lið Hauka var Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 20 stig, 9 fráköst og 3 stoðsendingar. Henni næst var Þóra Kristín Jónsdóttir með 14 stig, 5 fráköst og 13 stoðsendingar. Í liði heimakvenna í Snæfell var Shawnta Grenetta Shaw best með 25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar.

Haukar eiga leik næst komandi laugardag 2. desember gegn Val í Ólafssal á meðan að degi seinna mætir Snæfell liði Grindavíkur í Smáranum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -