spot_img
HomeFréttirHattarmenn styrkjast

Hattarmenn styrkjast

Hattarmenn á Egilsstöðum taka á móti Þórsurum frá Akureyri í 1. deild karla í kvöld og munu tefla fram tveimur nýjum leikmönnum, þeim Akeem Clark og Milosz Krajewski. Það má reikna með hörkuleik á Egilsstöðum en fyrri leik liðanna lauk með sigri Hattar eftir framlengingu.

 
Clark þessi er 26 ára gamall Bandaríkjamaður sem leikur stöðu leikstjórnanda. Hann hefur leikið í Kanada og Mexíkó og að auki með sýningarliði frá Bandaríkjunum sem fór til Kína.

 
 
Milosz er þekktari stærði íslenskum körfubolta, lék 6 leiki með liðinu veturinn 2006-07 og skoraði 15,3 stiga að meðaltali í leik. Hann er 200 cm miðherji sem hefur leikið í Póllandi og Slóvakíu.
 
 
Mynd: Stefán Bogi
 
Fréttir
- Auglýsing -