spot_img
HomeFréttirHattarmenn ósigraðir heima (Umfjöllun)

Hattarmenn ósigraðir heima (Umfjöllun)

7:18

{mosimage}

Everlett Bartlett skoraði 35 stig fyrir Hött 

 

Höttur sigraði KFÍ 1. deildinni í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum í dag. Ísfirðingar fóru betur af stað í leiknum og voru fjórum stigum yfir í hálfleik, 36-40. Það var Everard Bartlett sem hélt  Hattarliðinu á floti í fyrri hálfleik, en KFÍ lék ágætlega og röðuðu á tímabili niður þristum.

 

 

Í seinni hálfleik mættu Hattarmenn hins vegar tvíefldir til leiks og komust fljótlega yfir í leiknum. Ben Hill kom sterkari inní leikinn og smám saman náðu Hattarmenn 10 stiga forystu sem þér létu ekki af hendi og sigruðu að lokum 92-78. Miðað við fimm manna útlendingahersveit KFÍ var hægt að búast við þeim sterkari og gerði þjálfari þeirra breytingar í hálfleik sem virkuðu alls ekki, skipti hann þá Bojan Popovic út af sem var stigahæstur KFÍ í leiknum. 

 

Stigahæstir Hattarmanna voru Everard Bartlett með 35 stig og Ben Hill með 27 stig. Allt annað var að sjá til Hattarliðsins en í undanförnum leikjum. Jeff Green, þjálfari liðsins, virðist búinn að stoppa upp í varnarleikinn auk þess sem liðið tapaði mun færri boltum en í fyrstu fjórum leikjunum.

 

Hér má finna fleiri myndir úr leiknum.  

Einar Ben Thorsteinsson 

Mynd: Einar Ben Thorsteinsson

Fréttir
- Auglýsing -