spot_img
HomeFréttirHattarmenn halda heim með 1-0 forystu

Hattarmenn halda heim með 1-0 forystu

,Þetta tap er bara okkur að kenna, við mættum bara ekki tilbúnir og illa undirbúnir og þar á ég auðvitað stærstu sökina ” sagði Bjarki Ármann Oddsson þjálfari Þórs svekktur í leikslok eftir 12 stiga tap Þórs gegn Hetti í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum fyrstu deildar karla i körfubolta.
 
 
,,En ég er ofboðslega ánægður með fjölmarga áhorfendur sem mættu í kvöld og studdu við bakið á okkur. Það er ótrúlega gaman að sjá svona marga áhorfendur en leiðilegt að þetta hafi hitt á lang lélegasta leikinn okkar í Síðuskóla í vetur,” sagði Bjarki enn fremur.
 
Gestirnir frá Egilstöðum komu mjög vel stemmdir til leiks og má eiginlega segja að þeir hafi tekið leikinn í sínar hendur strax í upphafi og staðan var orðin 0-8 eftir rúmlega tveggja mínútna leik. Fátt gekk upp hjá Þór á meðan gestirnir hittu vel og gerðu fá mistök og þeir unnu fyrsta leikhlutann 11-19.
 
Þórsliðið náði betri tökum á leik sínum í öðrum leikhluta voru fetinu á undan gestunum og unnu leikhlutann 18-15 og munurinn í hálfleik var aðeins 5 stig 29-34.
 
Elías Kristjánsson kom með látum inn i seinni hálfleikinn og galopnaði leikinn með því að setja niður þriggja stiga körfu strax í upphafi og minnkaði muninn í tvö stig 32-34 og áhorfendur tóku við sér. En Adam var ekki lengi í Paradís og lukkudísirnar yfirgáfu Þórsliðið og í kjölfarið fylgdi góður kafli gestanna sem juku forskotið jafnt og þétt. Hittni þeirra fin á sama tíma og ekkert gekk upp hjá Þór. Enda fór svo að Höttur sigraði leikhlutann með 13 stigum 14-27 og höfðu því átján stiga forskot 43-61 þegar fjórði og siðasti leikhlutinn hófst.
 
Þórsarar komu grimmir til leiks í fjórða leikhluta og þótt útlitið væri dökk voru þeir ekki tilbúnir að leggja árar í bát. Þeir tóku smá saman að éta upp forskot gestanna og það kveikti svo um munar í fjölmörgum áhorfendum. Og þegar um þrjár mínútur voru eftir að leiknum og munurinn komin niður í sjö stig, hljóp allt í baklás og mikilvægar þriggja stiga körfur hjá gestunum slökktu vonir heimamanna og gestirnir fögnuðu 12 stiga sigri 72-84.
 
Þar með er Þór komið með bakið upp við vegg og nú þarf liðið að sækja sigur í næsta leik sem fram fer á Egilstöðum til að tryggja sér oddaleik og þannig eiga möguleika á að leika um laust sæti í efstu deild.
 
Segja má að heilt yfir hafi Þórsliðið leikið illa i kvöld og leikmenn Þórs vita manna best sjálfir að þeir geta svo miklu, miklu betur.
 
Stigahæstur Þórs var Jarrell Crayton með 20 stig og 12 fráköst, Ólafur Aron Ingvason og Elías Kristjánsson voru með 15 stig hvor og Sveinn Blöndal 10. Hjá gestunum var Austin Bracey með 22 stig, Hreinn Birgisson 20, Gerald Robinson 14 og Viðar Hafsteinsson 13.
 
Annar leikur liðanna fer fram á Egilstöðum þriðjudaginn 25. mars og hefst leikur liðanna klukkan 18:30
 
Umfjöllun/ Thorsport.is
 
  
Fréttir
- Auglýsing -