spot_img
HomeFréttirHattarmaður í landsliði Nýja Sjálands

Hattarmaður í landsliði Nýja Sjálands

7:00

{mosimage}

Ný Sjálendingar undribúa sig nú á fullu fyrir forkeppni Ólympíuleikanna sem fer fram í Aþenu í Grikklandi í júlí. Nenad Vucinic þjálfari liðsins hefur valið 19 leikmenn fyrir æfingabúðir sem fara fram í North Harbour 16. til 19. júní. Í hópnum er einn leikmaður sem lék á Íslandi í vetur en það er Ben Hill sem lék með Hetti.

Á heimasíðu Ný sjálenska sambandsins er sagt að Ben eigi möguleika á að vinna sér fast sæti í liðinu eftir að hafa verið inn og út úr því undanfarið.

Nýja Sjáland leikur í riðli með Þjóðverjum og Grænhöfðaeyjum í Aþenu en þrjár þjóðir af þeim 12 sem keppa í Aþenu komast á Ólympíuleikana.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -