spot_img
HomeFréttirHátt í 40 krakkar mættu í körfuboltaskóla Þórs

Hátt í 40 krakkar mættu í körfuboltaskóla Þórs

 
Um síðustu helgi stóð unglingaráð körfuknattleiksdeildar Þórs á Akureyri fyrir körfuboltaskóla í Glerárskóla fyrir stráka og stelpur fædd 1997-1999.
Á heimasíðu Þórsara segir:
Á fjórða tug krakka mættu í skólann og þar af nokkir nýjir krakkar þ.e. sem ekki hafa æft körfu áður og er það afar ánægjulegt. Aðalkennari var Nebosja Vidic sem nýlega var ráðinn þjálfari meistaraflokks karla. Mikil ánægja ríkir um komu hans og í raun mikill hvalreki fyrir deildina að fá þennan mann til liðs við félagið. Vidic til aðstoðar voru Baldur Már Stefánsson, Einar Valbergsson, Björn Benediktsson og Guðmundur Ævar Oddsson. Unglingaráðið sá svo um að enginn færi svangur heim. Krakkarnir voru frábærir og til einstakrar fyrirmyndar. Allir skemmtu sér vel.
 
Ljóst er að mikill kraftur er í unglingastarfi körfuknattleiksdeildar og starfið þar blómstar sem aldrei fyrr. Ekki er nema vika síðan deildin var með körfuboltaskóla fyrir börn fædd 2000 og síðar í íþróttahúsinu við Síðuskóla og var það einnig mjög góð mæting.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -