spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaHátíðarhöld í Stykkishólmi í dag

Hátíðarhöld í Stykkishólmi í dag

Dagurinn byrjaði á því að Snæfell fékk KR-b í heimsókn í 2. deild karla og skiluðu flottum sigri í hús til að hefja stemminguna. Í liði KR-b voru alvöru kanónur sem hafa átt frábæran feril í körfuboltanum. Heimamenn voru töluvert sprækari í leiknum og áttu flottan dag heilt yfir, lokatölur voru 87-57 fyrir heimamenn í Snæfell.

Þegar seinni leikurinn nálgaðist þá skrifuðu formaður Snæfells og bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar undir samstarfssamning milli Snæfells og bæjarins um eflingu íþróttastarfs, ásamt því að afhenda formlega nýjan og glæsilegan körfuboltavöll sem staðsettur er á lóð grunnskólans. Snæfell hélt utan um verkið og voru fjölmargir sjálfboðaliðar sem hjálpuðu við uppsetningu vallarins þar í fararbroddi var sjálfur formaður Snæfells Kristinn Hjörleifur Kristinsson. Hann á mikið hrós fyrir yfirumsjón verkefnisins.

Þá var komið að dömunum í Snæfell, þær öttu kappi við sprækt lið Ármenninga. Leikurinn var í raun stál í stál allan leikinn og lá það ljóst fyrir að leikurinn myndi ráðast á síðustu andartökum leiksins. Ármenningar voru töluvert frekari í boltann og tóku 20 fleiri fráköst en Snæfell í leiknum. Þrátt fyrir það voru Snæfellingar með 10 fleiri skot í leiknum. Schekinah Sandja Bimpa var mjög öflug hjá Ármenningum og skilaði hún 28 stigum og 10 fráköstum. Hjá Snæfell var það Sianni Martin sem var allt í öllu með 29 stig.

Ef við færum okkur beint í lokasóknirnar þá voru gestirnir með 6 stiga forystu þegar um 1:30 lifðu af leiknum.Snæfellingar voru komnar í maður á mann pressu og þrýstu þétt á Ármenninga. Preslava setur körfu til að koma muninum niður í 4 stig með 58 sekúndur á klukkunni. Snæfell pressar áfram og þvinga gestina í erfiða sendingu sem endar á því að dæmt er „aftur fyrir miðju“. Snæfell komnar í fína stöðu og Rebekka Rán á leiðinni á línuna eftir að brotið var á henni í gegnum broti. Hún klikkar fyrra og setur seinna, þriggja stiga munur og allt getur gerst. Gunnhildur stelur boltanum og kemur boltanum á Sianni Martin sem fær tvo vítaskot, bæði í og leikurinn kominn í eitt stig! Leikhlé og brotið á Hildi Ýr sem var svellköld á línunni og setur bæði vítaskotin, þriggja stiga forskot fyrir gestina og 6 sekúndur á klukkunni. Rebekka Rán fær flott skot í horninu en því miður fyrir hana og Snæfell þá skoppar það af hringnum.

Lokatölur 76-79 fyrir skemmtilegt lið Ármanns.

Flottur leikur og góð auglýsing fyrir 1. deild kvenna.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Sumarliði Ásgeirsson)

Umfjöllun / Gunnlaugur Smárason

Fréttir
- Auglýsing -