22:55
{mosimage}
(U 18 ára lið Íslands vann seiglusigur í kvöld)
Það var nokkuð óvenjulegur æfingaleikur sem U18 ára landslið Íslands fékk í dag þegar AAU sport University kom í heimsókn í Grafarvoginn. Liðið skipar leikmenn sem hafa eða eru að ljúka svokölluðum High School (15-16 ára) í New Jersey eða þar í kring og á að gefa leikmönnum færi á að ná sér í styrk til að halda menntagöngu sinni áfram ásamt körfuboltanum. U18 ára landslið Íslands er á fullu í undirbúningi fyrir Norðurlandamótið í Svíþjóð og því ekki slæmt að fá lið sem þetta hingað heim. Leikurinn var jafn mest allan tíman og skiptust liðin á að leiða leikinn. Þegar leið undir lok leiksins höfðu gestirnir þó frumkvæðið þangað til að Ólafur Ólafsson, UMFG, jafnaði leikinn fyrir Ísland með stórglæsilegu þriggja stiga skoti og því varð að framlengja. Það fór svo að Ísland hafði betur í framlengingunni og unnu tveggja stiga sigur, 114-112.
Stigahæstir hjá Íslenska liðinu voru Ólafur Ólafsson, UMFG, með 23 stig, Sigfús J. Árnason, Keflavík, með 19 stig og Ægir Þór Steinarsson, Fjölni, með 15 stig. Hjá gestunum var leikmaður númer 8, Kyrie, algjör yfirburðaleikmaður en hann skoraði 52 stig í leiknum og var algjörlega óstöðvandi. Næstir voru Chris Compas með 18 stig og John með 14 stig.
AAU voru mjög virkir í varnarleik sínum strax frá upphafi og létu íslensku strákana hafa fyrir hlutunum, þeir voru hins vegar ekki jafn sterkir í sóknarleiknum fyrr en eftir um það bil tvær mínútur en þá áttu þeir 7 stig í röð eftir að hafa klikkað úr fyrstu þremur vítaskotunum sem þeir fengu. Íslensku strákarnir voru eins og fyrr segir í vandræðum í sóknarleiknum og þegar þrjár mínútur voru liðnar af leiknum höfðu þeir aðeins skorað 2 stig og Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari liðsins, tók leikhlé. Það var ekki laust við að íslensku strákarnir væru einfaldlega hræddir við gestina því þeir leyfðu þeim að leika allskyns leiki á egin vallarhelmingi og þegar leikhlutinn var hálfnaður var munurinn kominn upp í 13 stig, 3-16, og Ingi þór skipti 6 ferskum löppum inná. Íslensku strákarnir réttu sinn hlut þegar leið á leikhlutann og virtist mesti skrekkurinn farinn úr þeim. Þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum var munurinn því kominn niður í 6 stig, 14-20 og allt annar bragur yfir sóknarleik íslenska liðsins. Þrátt fyrir 3-2 svæðisvörn Íslands var veikasti hlekkur þeirra klárlega undir körfunni en í liði AAU voru nokkrir stórir og stæðilegir strákar sem erfitt var að eiga við. Það munaði hins vegar aðeins þremur stigum á liðunum þegar flautað var til loka fyrsta leikhluta og hafði íslenska liðið því skorað 18 stig gegn aðeins 8 stigum gestanna,sem öll komu undir körfunni, á seinni 5 mínútum leikhlutans, 21-24.
Íslenska liðið jafnaði svo strax eftir eina mínútu af leik í öðrum leikhluta og ekki leið á löngu þar til þeir höfðu tveggja stiga forskot og gestirnir tóku leikhlé, 28-26. Ísland var farið að spila vörnina af krafti og keyrðu völlinn hratt sem skilaði auðveldum stigum. Annar leikhluti var þó mun jafnari en sá fyrsti og liðin skiptust á að skora og þegar fjórar mínútur voru liðnar af leikhutanum var jafnt á öllum tölum, 35-35. Bæði lið voru að spila nokkuð aggressívan bolta og dómararnir létu því í sér heyra, samkvæmt því. Kyrie, leikmaður AAU, var að spila fantavel fyrir gestina og sýndi oft á tíðum glæsilega takta. Það fór því ekki framhjá neinum að þarna var hæfileikaríkur strákur á ferð en hann hafði skorað 17 stig fyrir gestina þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af öðrum leikhluta. Þegar ein mínúta var eftir af leikhlutanum höfðu gestirnir náð forskotinu aftur og með því skora seinustu 2 stig leikhlutans minnkuðu íslensku strákarnir muninn niður í 3 stig, 47-50.
{mosimage}
Í hálfleik var Ólafur Ólafsson, UMFG, stigahæstur hjá Íslenska liðinu með 12 stig en næstir voru Ægir Þór Steinarsson og Sigfús J. Árnason, Keflavík, með 8 stig hvor. Alls höfðu þó 9 leikmenn komist á blað hjá Íslenska liðinu. Hjá AAU var eins og fyrr segir Kyrie lang atkvæðamestur með 22 stig en næstir voru Chris Compas með 10 stig og John með 6 stig.
Íslenska liðið byrjaði þriðja leikhluta betur en þeir enduðu annan og voru því aðeins einu stigi undir þegar tvær mínútur voru eftir. Það voru þó ásjáanleg göt í varnarleik liðsins sem hleyptu gestunum nokkuð auðveldlega í gegnum miðjuna að körfunni. Þegar fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum var munurinn aftur kominn í þrjú stig, gestunum í vil, 61-59. Ennþá voru bæði lið hins vegar að brjóta mikið og það kom þónokkuð niður á gæðum leiksins en fjórir leikmenn íslenska liðsins voru komnir með þrjár villur áður en þriðji leikhluti var hálfnaður. Það fór þó að halla á óheillahliðina hjá íslenska liðinu þegar leið á leikhlutan en villuvandræðin voru farin að segja til sín. Þegar fjórar mínútur voru eftir tók Ingi Þór því leikhlé til að róa sína menn niður en þeir voru þá komnir 5 stigum undir, 63-67. Þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum fékk Örn Sigurðsson, KR, sína fimmtu villu og varð því að setjast á bekkinn. Örn var búinn að spila fína vörn framan af leiknum og var því mikill missir undir körfunni gegn stórum leikmönnum gestanna. Það kom þó ekki að sök því þegar leikhlutanum lauk höfðu íslensku strákarnir náð forskotinu aftur og leiddu með 3 stigum, 75-72.
Fjórði og seinasti leikhluti byrjaði ekki vel fyrir Íslensku strákana en þegar rúmlega tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum höfðu gestirnir frá AAU skorað 11 stig gegn aðeins tveimur og leiddu því með 6 stigum, 77-83. Það virtist sem eitthvað hefði hreinlega kveikt í liði gestana sem gengu á lagið og hittu í hverju þriggja stiga skotinu af öðru, þegar leikhlutinn var hálfnaður var munurinn því orðinn 8 stig, 83-91. Það virtist vera sama hvað íslensku strákarnir gerðu í sóknarleiknum þá hafði Kyrie, leikmaður AAU, svar við því á hinum endanum en hann fór hreinlega á köstum í fjórða leikhluta og fékk oftar en ekki villuna þar að auki. Þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir af leiknum náði íslenska liðið ágætis áhlaupi og minnkuðu muninn niður í 3 stig þangað til að gestirnir tóku leikhlé. AAU tóku svo aftur leikhlé þegar ein mínúta var eftir en þá var munurinn aðeins 1 stig, 95-96 og Ísland með boltann. Það gekk þó ekki hjá íslenska liðinu í næstu sókn þar sem Sigfús Árnason klikkaði úr sniðskoti og Kyrie keyrði upp völlin, tók stórglæsilegt “spin-move” og lagði boltann ofaní, 95-98 og aðeins 28 sekúndur eftir. Baldur Þór Ragnarsson, KR, var settur á vítalínuna í næstu sókn hjá Íslandi og nýtti bæðin vítin, en enn og aftur var það stjörnuleikmaður AAU, Kyrie, sem fékk boltann og dripplaði upp völlin þangað til að það var brotið á honum. Hann nýtti einnig bæði vítin og munurinn þvi ennþá 3 stig þegar 23 sekúndur voru eftir. Baldur kom mjög sterkur á lokakaflanum og keyrði að körfunni og lagði boltan laglega ofaní, 99-100, og 10 sekúndur eftir. Aftur var Kyrie settur á línuna og nýtti bæðin vítin, það var hins vegar fyrir ótrúlegt þriggja stiga skot Ólafs Ólafssonar sem jafnaði metin þegar aðeins 1 sekúndar var eftir og því varð að framlengja, 102-102.
Stigahæstir eftir venjulegan leiktíma hjá Íslandi voru Ólafur Ólafsson með 21 stig, Sigfús Árnason með 17 stig og Ægir Þór Steinarsson með 15 stig. Hjá liði AAU var Kyrie stigahæstur með 50 stig, Chris Compas og John með 14 stig hvor.
Eftir einstaklega léleg mistök dómara um hvaða lið ætti að skora á hvaða körfu og nokkurra mínúta rökræður um það hófst framlengingin og íslensku strákarnir mættu af krafti, þeir stálu boltanum tvisvar í röð og í seinna skiptið tróð Ólafur boltanum af krafti við mikinn fögnuð liðsfélaganna. Ísland hafði því tekið fjögurra stiga forskot strax í upphafi. Þegar þrjár mínútur voru hins vegar liðnar af framlengingunni höfðu gestirnir jafnað leikinn aftur, 110-110. Það var aftur jafnt á öllum tölum, 112-112, þegar þrjátíu sekúndur voru eftir af leiknum. Íslenska liðið átti þá boltann og Víkingur Sindri Ólafsson, KR, tók af skarið og fór á línuna fyrir vikið. Hann nýtti bæði vítin og gestirnir fengu því lokasekúndurnar til að jafna sem tókst ekki þrátt fyrir góða tilraun Kyrie. Lið Íslands vann því baráttusigur, 114-112 og fögnuðu vel í lok leiks.
{mosimage}
Ingi Þór Steinþórsson, Þjálfari U18 landslið Íslands
Það var rosalega margt sem ég var að skóla til í leiknum í dag. Það mun verða þannig og við verðum eiginlega að verða betri með hverjum leiknum sem líður á Norðurlandamótinu. Tíminn er stuttur til að ná samhæfingu. Ég var mjög ánægður með að menn voru að setja hjartað í leikinn og við unnum þetta eiginlega á því. Allir 12 leikmennirnir geta spilað, þetta er flottur hópur til að vinna með. Þetta eru fjörugir strákar og ef stemmingin er með okkur þá getum við alveg gert rósir á Norðurlandamótinu. Við náðum þrijða sæti í fyrra og ætlum ekki að fara neðar en það í ár.
Karfan.is náði tali af fyrrum NBA leikmanninum og troðslumaskínunni Darryl Dawkins sem er í för með liði AAU.
,,Mér fannst þetta vera mjög góður leikur. Það sem fólk kannski áttar sig ekki á er að þetta lið er tveimur árum eldri en okkar lið. Þetta var mikil spenna og hraður leikur. Okkur hlakkar til að koma hingað aftur og endurtaka leikinn. Við erum AAU lið og tökum við þegar körfuboltinn er búinn í High School. Við höfum gaman af því að ferðast um landið og leyfa fólki að sjá okkar körfubolta. Þetta er fyrsta skiptið sem ég ferðast með þessu liði til Evrópu og við munum gera meira af þessu. Við höfum gaman af þessu. Íslenskur körfubolti er að verða betri, hann er að verða betri allstaðar í heiminum. Hann er orðinn íþrótt númer tvö í heiminum. Þið spilið góðan körfubolta hérna, á Ítalíu, Spáni og Grikklandi. Körfubolti er að verða betri.
Þar sem Darryl er nokkuð kunnugur um NBA körfuboltan var fréttaritar Körfunnar forvitinn að vita hvaða lið hann spáði meistaratitlinum í ár. Þar vildi hann lítið annað segja en að hans lið væri Philadelphia 76’ers. “My favorite team is still allways the Sixers, that’s my first team and I’m a sixer fan”
Texti: Gísli Ólafsson
Myndir: Snorri Örn Arnaldsson
{mosimage}



