spot_img
HomeBónusdeildinHáspenna, lífshætta er Fjölnir sigraði í Borgarnesi

Háspenna, lífshætta er Fjölnir sigraði í Borgarnesi

Fjölnir vann góðan sigur á Skallagrím í sjöttu umferð Dominos deildar kvenna.

Gangur leiks

Liðin voru jöfn á öllum tölum í upphafi leiks og mátti lítið milli bera. Heimakonur í Borgarnesi náðu að spyrna sér aðeins frá fyrir lok fyrsta leikhluta. Eftir það var Skallagrímur alltaf í forystunni fram að síðustu mínútu.

Mesti munurinn sem Borgnesingar náðu voru tíu stig í stöðunni 54-44 í þriðja leikhluta. Fjölniskonur komu sterkar til baka og við tóku æsilegar lokamínútur. Skallagrímur var með góða forystu 74-68 með eina og hálfa mínútu eftir. Á lokamínútunni klikkaði Skallagrímur á fjórum vítaskotum og Fjölnir komst aftur inní leikinn.

Að lokum var það svo Sara Djassi leikmaður Fjölnis sem tók sóknarfrákast og setti sigurkörfuna á sama tíma og lokaflautið gall. Fjölnir sótti því sigurinn á lokasekúndunni, 74-76.

Atkvæðamestar

Ariel Hearn var öflug fyrir Fjölni og endaði með 26 stig, 8 fráköst og 13 stoðsendingar. Lina Pikciuté var einnig öflug með 25 stig og 12 fráköst.

Hjá Skallagrím voru þær Nikita Telesford, Keira Robinson og Sanja Orazovic stigahæstar. Keira hitti ákaflega illa í leiknum og munaði um minna.

Hvað svo?

Borgnesingar hafa nú tapað þremur leikjum af fjórum eftir endurræsingu en miklar væntingar voru gerðar til liðsins. Næst mæta þær Haukum í Ólafssal.

Fjölniskonur eru áfram í efsta sæti með fimm sigra ásamt Fjölni og hafa komið á óvart sem nýliðar deildarinnar. Fjölnir heimsækir vesturlandið aftur í næstu umferð er liðið ferðast til Stykkishólms.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -