spot_img
HomeFréttirHáspenna í Hólminum (Umfjöllun)

Háspenna í Hólminum (Umfjöllun)

22:45

{mosimage}

Þessi tvö lið hafa háð allmörg einvígin og er að minnast tveggja úrslitaleikja í bikarkeppni 1993 og 2003 þar sem Keflvíkingar höfpu tögl og haldir í báðum leikjum. Einnig hafa flestir aðrir leikir þessara liða verið skemmtilegir og lítið gefir eftir. Síðast léku þessi lið í deildinni á síðasta föstudag í Keflavík og höfðu heimamenn þá betur 98-95. Fullt hús í dag og allt að gerast. Dómarar leiksins voru hinir þaulreyndu Sigmundur Már Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson.

 

 

Leikurinn byrjaði af hörkukrafti og miklum hlaupum og greinilegt að bæði lið voru vakandi og mætt til að fara áfram. Staðan var strax orðin 13-16 fyrir Keflvíkinga í miðjum fyrsta leikhluta og hart barist. Varnir beggja voru að slípa sig til og byrjuðu Keflvíkingar strax að pressa og leystu heimamenn það ágætlega. Gríðalegur hraði var í 1. hluta og grimmt skorað og voru Keflvíkingar að fá að taka opin skot frekar og fór B.A. Walker þar fremstur. Nokkuð hægðist á leiknum í lok hlutans þegar allir voru orðnir heitir og búnir að hlaupa af sér mesta spenninginn og farnir að stilla betur upp bæði í vörn og sókn. Staðan eftir 1. hluta 22-26 fyrir Keflavík.

 

 

{mosimage}

 

Nokkuð hægar byrjaði 2. hluti og áttu Snæfellingar örlítið í vandræðum með hraðar sóknir Keflvíkinga og fasta vörn. Hlynur fyrirliði Snæfells var ekki á að gefast upp og setti mikilvægann þrist og með flottri baráttu og elju reif hann niður fráköst, vann bolta og skoraði 7 mikilvæg stig til að halda sínum mönnum á floti sem áttu örlítið erfitt varnarlega og var hann áberandi bestur Snæfellinga fyrri hluta leiksins með 15 stig og athygli vakti að Justin var aðeins með 1 stig. Hjá Keflavík var Maggi Gunn atkvæðamestur með 11 ásamt Walker með 10 og fóru flest ofaní hjá þeim frændum. Staðan í hálfleik 41-52 fyrir Keflavík.

 

3. hluti byrjaði af svipuðum krafti og voru bæði lið orðin settlegri og agaðri í sínum leik. Snæfell náði að saxa aðeins á þó Keflvíkingar virtust skrefi á undan en staðan var orðin 60-61 þegar seinni hlutinn var langt kominn og Keflvíkingar fóru að hitta illa og nýta illa skot og á móti voru Snæfellingar að finna sig í vörninni og að koma sér inn í leikinn staðan eftir 3. hluta 62-64 (21-12 fyrir Snæfell í hlutanum) og allt í járnum.

 

 

{mosimage}

 

Snæfellingar ætluðu að bíta frá sér og komu í stuði í byrjun og ætluðu sér að vera með í leiknum heldur betur og voru komnir í 70-66 þegar Sigurður Ingimundar tók leikhlé eftir 2 mín og greinilegt að síðasti hlutinn var að byrja með látum. Walker setti 3 og Anders 3 strax á eftir sem var auðkennandi fyrir þessar 4 mín leiksins.  78-71 var staðan þegar Sigurður tekur 2. leikhlé og Keflvíkingar að missa flugið á meðan Snæfellingar komu með frábærann kafla og fólk að tapa sér í húsinu. Snæfellingar þéttu vörnina talsvert og komu Keflvíkingum til að missa boltann. Rosalegar mínútur og varla að fréttaritari Körfunar geti skrifað. Snæfell var að láta Keflvíkinga ná sér aftur og í stöðunni 83-82 ætlaði þakið að rifna af húsinu þegar Hlynur skoraði og fékk villuna og setti niður vítið. 86-82 og 40 sek eftir. Walker minnkaði með 2 vítum. Snæfell átti boltann tóku skotið sem geigaði og tóku frákast og héldu þar sem 14 sek voru eftir brotið á Magna og leikhlé tekið. Magni klikkaði úr báðum og Keflavík varð ekki ágengt gegn brjálaðri vörn Snæfells í lokin þar sem Tommy klikkaði á 3ja stiga skoti og uppskáru Snæfellingar sigur 86-84 og Keflvíkingar kvöddu þar með bikarvonir sínar. Allt ætlaði að verða vitlaust eftir fyrsta sigur Snæfells í bikar og Nína gjörsamlega æpti í hljóðkerfinu.

 

Hlynur sagði að það hafi verið vörnin í seinni hálfleik sem sigraði og að þeir hefðu lokað á alla nema Walker sem er óstöðvandi og gott hefði verið að fá þá hérna heima en ekki úti. Einnig sagði hann að gott hafi verið að fá síðasta leik til að fara yfir þó það hafi ekki verið eitthvað sem skipti máli sérstaklega en gríðalega ljúft að komast áfram.  Gríðalega sterk endurkoma í seinni hálfleik gegn sterku liði Keflavíkur og leyndu vonbrigði þeirra sér ekki. Snæfellingar eru að eflast gríðarlega og minna á sig með hverjum leiknum og ætla sér stóra hluti með vori komanda.

 

 

{mosimage}

 

Hlynur var sterkastur Snæfells og gríðaleg barátta fyrirliðans dró vagninn fyrir Snæfell ásamt nýkjörnum Íþróttamanni ársins hjá HSH Sigurði Þorvaldssyni. Hlynur var með 22 og 8 fráköst ásamt gríðalega góðri nýtingu vítum og Siggi 20 stig og 8 fráköst.  Hjá Keflavík var Walker óstöðvandi að vandal með 25 stig. Anthony og Magnús voru með 14 stig hvor.

 

Tölfræði leiksins.

 

Gangur leiksins:  2-2, 5-4, 9-8, 13-16, 19-25, 22-26, 24-26, 24-31, 31-35, 37-42, 39-47, 41-52, 46-52, 48-58, 54-60, 62-64, 64-64, 66-66, 70- 66, 75-71, 78-74, 80-78, 83-82, 86-82, 86-84  

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

{mosimage}

 

Texti og myndir: Símon B Hjaltalín

Fréttir
- Auglýsing -