8:32
{mosimage}
Upphitunin fór vel af stað og bæði lið virðast í fanta formi og voru menn brosandi og létt yfir þeim og ætla greinilega að hafa gaman af þessum leik og taka verulega á þessu í kvöld. Það er alveg ljóst að bæði lið hafa mjög hæfileikaríkum einstaklingum í liðum sínum og litu margar glæsilegar troðslur dagsins ljós…eða allavega flúorljósin.
1. leikhluti
Fyrsti leikhluti fer vel af stað og bæði lið skora í sínu fyrstu sóknum og jafnræði er með liðunum. Þó eru heimamenn skrefinu framar þökk sé fanta byrjun hja Samir sem er búin nað setja 3 þrista eftir 5mín en Cedric Isom og Luka Marlot fremstir fyrir Þórsarana. Liðin halda áfram að skiptast á körfum út leikhlutann og Óðinn er að spila vel seinni hluta leikhlutans fyrir Þór meðan Tindastóls leikmennirnr skipta stigaskori bróðurlega á milli sín. Og staðan fyrir 2. leikhluta, 27-22 fyrir Tindastól. Gangur leiksins; 0-2, 2-2, 7-6, 16-10, 20–14, 20-18, 24-22, 27-22.
{mosimage}
2. leikhluti
Gestirnir koma sterkar til leiks í öðrum leikhluta og skora 5 fyrstu stiginn og jafna í 27-27 en Stólarnir svara með 8 stiga rispu og komast aftur yfir 35-29. Maggi svarar fyrir Þórsar með þrist og Donald með þrist fyrir Stólana. Leikurinn mjög fjörlegur og þristarnir fljúga. Leikurinn er hraður og skemmtilegur ekki mikið um villur og eða önnur stopp. Þórsarar hanga inní þessu á mikilli baráttu í fráköstunum og eru að skora körfur eftir sóknarfráköst og klafs meðan Stólarnir eru að setja skotin sín niður. Enn fer Samir fremstur með 4 þrista í þessum leikhluta og klárar hálfleikinn með 23 stig!! Hjá Þórsurum er Óðinn, Cedric, og Luka sem sjá um stigaskorið að mestu. Maggi setur flautukörfu fyrir Þórsara og lagar stöðuna aðeins fyrir hálfleikinn. Staðan 52-46 Fanta skemmtilegur leikur. Gangur leikins í öðrum leikhluta ;27-27, 35-29, 40-36, 49-41, 52-46.
{mosimage}
3. leikhluti
Stólarnir byrjar síðari hálfleik af krafti og þá sérstaklega Ísak, en hann setur niður 5 stig úr tveimur skotum og staðan 57-46. Svipaður munur helst að stöðunni 64-55, en þá koma fimm stig frá Þórsurum. Í stöðunni 68-63 setur Ísak sinn annan þrist í leikhlutanum, en Þorsteinn svarar með 4 stigum fyrir Þór. Samir setur enn einn þristinn fyrir Stólana, en Magnús er fljótur að svara. Staðan 74-70. Síðan rata þrjú af fjórum vítum niður hjá heimamönnum, en aftur kemur flautakarfa hjá Þór í restina á leikhlutanum og nú var það Óðinn sem skoraði þrjú stig og lagar stöðuna í 77-73. Svekkjandi fyrir Tindastól. Ísak skorar 12 tólf stig í leikhlutanum, en Óðinn 10 fyrir Þór, en báðir leika í búningi númer 11!!!!!!!! Leikurinn áfram hraður, en greinilegt að Þórsarar eru að reyna að sprengja heimamenn, enda keyra þeir á fáum mönnum. Gangur leiksins: 61-50, 64-58, 66-63, 74-67, 77-73.
{mosimage}
4. leikhluti
Svavar startar síðasta leikhlutanum með þristi fyrir Tindastól og heimamenn komast svo í stöðuna 82-75, en þá fer allt í baklás hjá þeim. Þórsarar jafna leikinn 82-82 og loftið orðið rafmagnað í Síkinu og áhangendur Þórs sem fylgja þeim búnir að taka við sér. Svavar skorar tvist, en þá kemur þriggja stiga karfa frá Isom og í kjölfarið tvö stig frá Óðni og Þór kominn yfir 84-87. Í stöðunni 86-90 eftir að Magnús setur þrist, koma tvö víti frá Stólunum sem bæði detta og síðan “and one” frá Donald eftir glæsileg tilþrif og þeir komnir aftur yfir 91-90. Magnús bætir við einum þristi af sex í leiknum. Þrjár og hálf mínúta til leiksloka og staðan 92-94.
Þá kemur smá þriggja stiga skotkeppni, fyrst skorar Samir þrist, Luka svarar fyrir Þór, en Marcin svarar með þristi og heimamenn leiða 98-97. Bæði lið komin með skotrétt og restin af leiknum fer mikið fram á vítalínunni. Isom skorar fjögur í röð og staðan 100-102. Ísak klikkar þá á tveimur vítum og Luka kemur muninum í fjögur stig með vítaskotum. Samir tekur sig þá til og bombar enn einum þristinum á Þórsarana og innan við mínúta eftir og staðan 103-104. Isom fær tvo víti en setur bara það síðara niður og munurinn tvö stig. Stólarnir fara í sókn og 14,4 sekúndur eftir. Samir leitar að skotinu en er valdaður stíft, en þegar um fjórar sekúndur er eftir kemur hann boltanum á Serge og þótt hann hafi verið frekar óheppin fyrr í leiknum með skotin sín þá setti hann niður þrist alveg ískaldur og allir í húsinu nema stuðningsmenn Þórsara hreinlegar brjálast af fögnuði og sjá fyrir sér sigur. Þórsarar taka inn boltann og koma honum á Isom sem dripplar átt að miðjunni þar sem hann fellur við, fær dæmda villu á Tindastól sem mörgum fannst frekar léttvæg og aðeins 0,2 sekúndur eftir á klukkunni. Hann er öryggið uppmálað á vítalínunni þrátt fyrir mikla pressu af hálfu áhorfenda og setur bæði vítin niður og tryggir þar með Þór sigur 106-107 í leik sem gat farið á báða bóga og heimamenn héldu að þeir væru komnir með þegar þrjár sekúndur voru eftir. Á 0,2 sekúndur náðu Stólarnir ekki að gera neitt og gengu hnípnir af velli á meðan Þórsarar stigu villtan sigurdans.
Gangur leiksins: 82-76, 84-85, 90-90, 95-97, 103-104, 106-107.
{mosimage}
Stigaskor Tindastóls: Samir 34, Donald 23, Svavar 16, Ísak 15, Marcin 11 og Serge 7. Stigin hjá Þór: Cedric Isom 36, Óðinn 27, Magnús 18, Luka Marolt 16, Þorsteinn 6 og Hrafn 4. Samir átti hreint stórkostlegan leik fyrir Tindastól með 34 stig, 10 af 12 í þristum og með 8 fráköst og jafnmargar stoðsendingar. Donald var ágætur þó manni virðist hann alltaf geta meira. Svavar náði sér loksins á strik og setti niður 16 stig. Ísak átti góða spretti, sérstaklega í þriðja leikhluta. Marcin og Serge náðu sér ekki á strik, en Serge setti þó niður að því virtist vera mikilvægan þrist í lokin en það dugði ekki til.
Isom og Óðinn drógu vagninn fyrir Þór og síðan setti Magnús niður sex þriggja stiga skot í 8 tilraunum. Luka Marolt var líka sterkur í kvöld.
Dómarar í kvöld voru þeir Erlingur Snær og Jón Guðmundsson og voru heimamenn langt í frá sáttir með framgöngu þeirra í kvöld.
{mosimage}
{mosimage}
Texti: Sveinn Brynjar og Jói S. – Tindastoll.is
Myndir: Jóel Þór Árnason



