spot_img
HomeNBAHasar í NBA í nótt - fjórir reknir í sturtu og sektir...

Hasar í NBA í nótt – fjórir reknir í sturtu og sektir fyrir fagnaðarlæti

Það hitnaði í kolunum þegar Pacers og Jazz mættust í nótt eftir að Rudy Gobert og Myles Turner lentu saman í kjölfarið á að Turner varði skot Goberts.

Gobert og Turner, ásamt Joe Ingles og Donovan Mitchell, voru allir reknir í sturtu fyrir sinn þátt í deilunum. Engin þeirra mun þó hljóta bann en í staðinn voru þeir sektaðir af deildinni um 20-35 þúsund dollara.

Fjórmenningarnir voru ekki þeir einu sem fengu sektir eftir leiki næturinnar því Fred VanVleet fékk 15 þúsund dollara sekt fyrir að taka “big-balls” fagnaðartilþrifin sem Sam Cassell gerði fræg hér um árið eftir lykilkörfu sína í sigri Toronto Raptors á Philadelphia 76ers í nótt.

Fréttir
- Auglýsing -