Átján umferðum er lokið í Domino´s deild karla, aðeins fjórar umferðir eru eftir sem þýðir að átta stig eru í pottinum. Baráttan um deildarmeistaratitilinn og falldrauginn er í algleymingi og ekki á vísan að róa. Í dag eru helstu kandídatar í deildarmeistaratign Grindavík, Þór Þorlákshöfn, Snæfell og mögulega Keflavík en sá veruleiki er aðeins langsóttari fyrir Stjörnuna og KR.
Af fallbaráttunni er það að segja að Njarðvíkingar eru sloppnir þar sem tíu stigum munar á þeim og botnliðunum ÍR og Fjölni en aðeins átta stig í pottinum. Línan hefur því verið dregin við sjöunda sæti deildarinnar en Njarðvíkingar og lið þar fyrir ofan eru örugg með sæti sitt í deildinni, svo mikið er víst.
Skallagrímur, Tindastóll, KFÍ, Fjölnir og ÍR berjast nú öll fyrir tilverurétti sínum í úrvalsdeild sem og sæti í úrslitakeppninni en í tuttugustu umferð fer fram viðureign ÍR og Fjölnis og ætti það að verða aldeilis epískur slagur sé tekið mið af stöðu liðanna í deildinni sem og fyrri viðureign þeirra sem lauk með flautukörfu og sigri Fjölnis.
Í gærkvöldi náðu Skallagrímsmenn í tvö rándýr stig þegar þeir stöðvuðu sjö leikja sigurgöngu Keflavíkur. Skallagrímsmenn hafa nú 14 stig en eiga eftir Stjörnuna, KR, Snæfell og Þór Þorlákshöfn. Allt lið sem eiga urmul af stórum leikmönnum en þeir eru lúxusvara í Borgarnesi um þessar mundir.
Varðandi ÍR og Fjölni þá er sá tími liðinn sem þau geta leyft sér að stóla á önnur lið í deildinni, þeim dugir ekkert annað en sigrar héðan af til að eiga von um að halda sæti sínu í deildinni.
Næstu fjórar umferðir verða risavaxnar, Grindavík fær KR í heimsókn, ÍR tekur á móti KFÍ og getur þar með sigri sett KFÍ í botnsætið því ÍR hefur betur innbyrðis eftir fjögurra stiga sigur á Ísafirði. Snæfell og Keflavík mætast í Stykkishólmi, sigur hjá Keflavík gerir atlögu þeirra að deildarmeistaratign að raunveruleika. Þá eigast við Stjarnan og Skallagrímur. Garðbæingar á hörku siglingu og ekki síður brjóstkassinn þaninn hjá Borgnesingum eftir sigur á Keflavík. Njarðvíkingar taka á móti Fjölni og ef grannar þeirra í Grindavík leggja KR kemst Njarðvík upp í 6. sæti deildarinnar. Þór Þorlákshöfn tekur svo á móti Tindastól í Þorlákshöfn, Þórssigur færir þá nærri deildarmeistaratign en Stólasigur færir Skagfirðinga nær úrslitakeppninni.
Það er nokkuð ljóst að hver umferð héðan í frá verður rosalega mikilvæg. Karfan.is hefur tekið saman þá leiki sem liðin í deildinni eiga eftir:
Síðustu fjórir leikir Grindavíkur – 28 stig
gegn KR heima
gegn KFÍ úti
gegn Fjölni heima
gegn Tindastól úti
Síðustu fjórir leikir Þórs úr Þorlákshöfn – 26 stig
gegn Tindastól heima
gegn Keflavík úti
gegn Snæfell heima
gegn Skallagrím úti
Síðustu fjórir leikir Snæfells – 26 stig
gegn Keflavík heima
gegn Skallagrím úti
gegn Þór Þorlákshöfn úti
gegn Njarðvík heima
Síðustu fjórir leikir Keflavíkur – 24 stig
gegn Snæfell úti
gegn Þór Þorlákshöfn heima
gegn Njarðvík úti
gegn ÍR heima
Síðustu fjórir leikir Stjörnunnar – 22 stig
gegn Skallagrím heima
gegn KR úti
gegn KFÍ heima
gegn Fjölni úti
Síðustu fjórir leikir KR – 20 stig
gegn Grindavík úti
gegn Stjörnunni heima
gegn Skallagrím heima
gegn KFÍ úti
Síðustu fjórir leikir UMFN – 18 stig
gegn Fjölni heima
gegn Tindastól úti
gegn Keflavík heima
gegn Snæfell úti
Síðustu fjórir leikir Skallagríms – 14 stig
gegn Stjörnunni úti
gegn Snæfell heima
gegn KR úti
gegn Þór Þorlákshöfn heima
Síðustu fjórir leikir Tindastóls – 12 stig
gegn Þór Þorlákshöfn úti
gegn Njarðvík heima
gegn ÍR úti
gegn Grindavík heima
Síðustu fjórir leikir KFÍ – 10 stig
gegn ÍR úti
gegn Grindavík heima
gegn Stjörnunni úti
gegn KR heima
Síðustu fjóri leikir Fjölnis – 8 stig
gegn Njarðvík úti
gegn ÍR heima
gegn Grindavík úti
gegn Stjörnunni heima
Síðustu fjórir leikir ÍR – 8 stig
gegn KFÍ heima
gegn Fjölnir úti
gegn Tindastól heima
gegn Keflavík úti
Staðan í deildinni
Deildarkeppni
| Nr. | Lið | L | U | T | S | Stig/Fen | Sti m/Fen m | Heima s/t | Úti s/t | Stig heima s/f | Stig úti s/f | Síðustu 5 | Síð 10 | Form liðs | Heima í röð | Úti í röð | JL |
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. | Grindavík | 18 | 14 | 4 | 28 | 1749/1563 | 97.2/86.8 | 8/1 | 6/3 | 100.2/84.8 | 94.1/88.9 | 4/1 | 8/2 | -1 | +3 | -1 | 2/0 |
| 2. | Þór Þ. | 18 | 13 | 5 | 26 | 1669/1528 | 92.7/84.9 | 7/2 | 6/3 | 91.9/82.8 | 93.6/87.0 | 3/2 | 7/3 | +2 | +3 | +1 | 4/4 |
| 3. | Snæfell | 18 | 13 | 5 | 26 | 1766/1583 | 98.1/87.9 | 7/2 | 6/3 | 99.1/87.9 | 97.1/88.0 | 4/1 | 7/3 | -1 | +2 | -1 | 2/3 |
| 4. | Keflavík | 18 | 12 | 6 | 24 | 1657/1583 | 92.1/87.9 | 6/3 | 6/3 | 91.4/86.4 | 92.7/89.4 | 4/1 | 7/3 | -1 | +3 | -1 | 2/2 |
| 5. | Stjarnan | 18 | 11 | 7 | 22 | 1698/1599 | 94.3/88.8 | 6/3 | 5/4 | 89.4/80.8 | 99.2/96.9 | 2/3 | 5/5 | +2 | +1 | +1 | 0/4 |
| 6. |
|



