spot_img
HomeFréttirHársbreidd hjá Snæfelli sem Lewis Clinch Jr. sá um

Hársbreidd hjá Snæfelli sem Lewis Clinch Jr. sá um

 

Það var heldur betur líf og fjör þegar Snæfell tók á móti Grindvíkingum í dominosdeild karla. Ingi Þór sat upp í stúku vegna leikbanns og Snæfellingar voru hársbreidd frá sigri eftir að hafa leitt þrjá leikhluta en Grindavík með Lewis Clinch jr fremstan voru þolinmóðir undir lokin og knúðu fram sigur 80-88 á lokametrunum. Snæfellingar að sýna nú klærnar tvo leiki í röð og vel hungraðir í fyrsta sigurinn en Grindavík fagnar tveimur stigum í baráttunni um að vera í topp fjórum.

 

Framvindan

Fyrsti leikhluti var einn sá svakalegasti sem ég hef borið augum í vetur. Árni Elmar var stjarnan á sviðinu með flugeldasýningu og setti fimm já fimm þrista var kominn með 17 stig og Snæfell yfir 31-18. Grindvíkingar voru á hælunum um tíma og voru smá stund að átta sig á hvað væri á borðstólnum. Þrjár tæknivillur fuku í fyrsta fjórðung og bæði lið þurftu að þola skrítnar flautur heilt yfir leikinn og ef einhverjir voru slakir í leiknum þá var það dómaratríóið en tríóin og dúóin hafa verið með slakari móti sem send hafa verið í leiki í Hólminum í vetur en hvað veldur er erfitt að svara en boðlegt er það ekki og var blettur á annars góðum leik en liðin héldu sínu striki.

 

Lewis Clinch var kominn með 17 stig í hálfleik og var að draga sína menn áfram hægt og bítandi í öðrum hluta og sóttu á en annan hlutan unnu þeir 16-23 og urðu þeir að síga á með þolinmæði þar sem Snæfell var að spila vel og mátti ekki líta af þeim eitt augnablik en allir voru tilbúnir í leikinn og hvort Ingi Þór eigi að vera í stúkunni áfram bara….nei djók. Yfirleitt hafa Snæfellingar bognað í öðrum hluta en ekki í kvöld þar sem þeir leiddu í hálfleik 47-41.

 

Grindvíkingar vita hvað klukkan slær og voru alls ekkert að spila illa nema í fyrsta hluta og sigruðu þriðja hluta 17- 21 en Snæfell leiddi áfram naumt 64-62. Ólafur Ólafsson hafði slegist í för með Lewis Clinch jr og verið að stíga upp. Sveiflur voru þar sem Grindavík jafnaði 47-47 en Snæfell náði 10 stiga forystu 62-52 áður en Grindavík náði lokabylgjunni í leikhlutanum

 

Þáttaskil og hetjan

Téður Lewis Clinch Jr.  Snæfellingum einkar erfiður og var einfaldlega hetjan og maðurinn sem sótti þennan sigur með þrautseigju en Grindavík komust í fyrsta sinn yfir í leiknum 67-68 í fjórða fjórðung og litu ekki til baka eftir það og þar hafið þið þáttaskil og hetju leiksins. Snæfellingar gáfu eftir og hittu illa á kafla og voru ekki að setja upp leikinn líkt og fyrr í leiknum sem gaf Grindvíkingum svigrúm til að þétta varnirnar, spila hærra og láta heimamenn hlaupa mikið með boltan og reyna erfið áhlaup sem skilaði sér í fráköstum Grindavíkur. Naumt var þó undir lokin þegar hetja Snæfells, Árni Elmar setti sinn sjötta þrist og staðan 80-83 en Grindavíkingar voru sendir á línuna og náðu að klára leikinn 80-88.

 

Tölurnar

Árni Elmar er að skila frábæru framlagi með 28 stig, 10 fráköst og þurfti að setja hann í gjörgæslu, Christian Covile var með 25 stig, 11 fráköst. Hjá Grindavík var Lewis Clinch Jr. með 34 stig og 8 fráköst. Ólafur Ólafsson var drjúgur með 22 stig og 6 fráköst. Grindavík hafði frákastabaráttuna 51/40 og þar var munurinn ásamt að keyra á eftir tapaða bolta Snæfells undir lokin.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

 

Umfjöllun / Símon B. Hjaltalín

Myndir / Sumarliði Ásgeirsson

Fréttir
- Auglýsing -