Natasha Harris sem fór hamförum í liði Fjölnis gegn Njarðvík í gærkvöldi er með slitið liðband í þumalputtan en hún meiddist í leiknum í gær. Það aftraði henna þó ekki frá því að klára dæmið heldur lét teipa sig og lauk leik með ,,næstum því” fernu eða 34 stig, 13 fráköst, 9 stoðsendingar og 9 stolna bolta.
Eftir leik í gær fór Harris í röntgenmyndatöku og þá komu meiðslin í ljós. Hún er komin í gifsi og mun ekki leika með Fjölni gegn Keflavík þann 15. desember næstkomandi. Það gæti farið svo að hún þurfi að fara í aðgerð á puttanum en það mun koma í ljós á næstu dögum.
Karl West




