spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHarma ummælin "Okkar ósk að þessi ummæli setji ekki meiri svip á...

Harma ummælin “Okkar ósk að þessi ummæli setji ekki meiri svip á einvígi tveggja flottra körfuboltaliða”

Rétt í þessu sendi ÍR frá sér yfirlýsingu vegna þeirra ummæla sem viðhöfð voru í beinni útsendingu félagsins frá fyrsta leik 8 liða úrslita fyrstu deildarinnar gegn Selfossi. Hér fyrir neðan má heyra hvað fór fram, en biður ÍR alla hluteigandi aðila afsökunar á þeim ummælum sem fóru út og að ummælin hafi hvorki verið félaginu né ÍR Tv til framdráttar.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlýsingu félagsins:

Yfirlýsing frá KKD ÍR vegna útsendingar ÍR TV sl. föstudag.

KKD ÍR og ÍR TV harma þau ummæli sem látinn voru falla í vefútsendingu ÍR TV yfir leik ÍR og Selfoss sl. föstudag. Ummælin eru hvorki félaginu né ÍR TV til framdráttar og biðjum við alla hluteigandi aðila afsökunar á þeim ummælum sem fóru út í nafni félagsins. Tekið verður á þessum málum innan KKD ÍR og brugðist við eins og þurfa þykir. Það er okkar ósk að þessi ummæli setji ekki meiri svip á einvígi tveggja flottra körfuboltaliða sem voru til fyrirmyndar innan vallar.

Virðingarfyllst,

Stjórn KKD ÍR og forsvarsmenn ÍR TV

Fréttir
- Auglýsing -