spot_img
HomeFréttirHarlem Globetrotters Scandinavia tour 2013

Harlem Globetrotters Scandinavia tour 2013

Hið heimsfræga sýningar og skemmtilið Harlem Globetrotters mun halda sannkallaðan fjölskyldudag í Kaplakrika sunnudaginn 5. maí 2013 kl. 14:00. En þar mun þessi frábæri sporthópur sýna listir sínar ásamt því að “Globe” mun halda uppi fjörinu í Kaplakrika.
 
Harlem Globetrotters hafa fengið Sollu Stirðu og Íþróttaálfinn frá Latabæ til að hita upp gesti sína þennan dag, það er þvi um sannkallaða fjölskylduskemmtun að ræða sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
 
Þetta verður i fjórða skipti sem Harlem kemur til landsins en alltaf hafa þeir fyllt þær hallir sem þeira hafa sýnt í á Íslandi og stemmningin verið engri lík.
Harlem Globetrotters mun einnig heimsækja Barnaspitala Hringsins i heimsókn sinni hingað.
 
Í síðustu heimsókn þeirra hingað til lands árið 2002 komu u.þ.b. 10.000 áhorfendur um allt land til að skemmta sér með þeim og fór enginn svikinn heim.
 
Í þetta skiptið verða sérstök V.I.P sæti einnig seld a sýninguna i Kaplakrika en þar eru V.I.P áhorfendur nánast inn á vellinum og fá þvi að upplifa alla stemmninguna og kannski verður einhver heppinn og verður tekinn með í leikinn!
 
  
Fréttir
- Auglýsing -