spot_img
HomeFréttirHardy vakti athygli liða í Evrópu

Hardy vakti athygli liða í Evrópu

Lele Hardy segir að nokkur lið á meginlandi Evrópu hafi að undanförnu sýnt sér áhuga og skyldi engan undra miðað við þær tölur sem hún hefur boðið upp á í úrvalsdeild kvenna. Lele Hardy var á dögunum valin besti erlendi leikmaður Domino´s deildar kvenna en hún hefur nú endursamið við Hauka og munu Hafnfirðingar líkast til gera tilkall í báða stóru titlana á næsta tímabili ekki síst við þær fregnir að Hardy verði áfram. Karfan.is náði stuttu tali af Hardy.
 
 
„Já ég vakti athygli nokkurra liða í Evrópu en vonandi mun ákvörðun mín um að koma enn og aftur til Íslands hafa góð áhrif á minn feril,“ sagði Hardy sem var með 26,5 stig, 18,6 fráköst, 4,8 stoðsendingar og 34,2 framlagsstig að meðaltali í leik á nýafstöðnu tímabili í Domino´s deild kvenna.
 
Aðspurð um möguleika Haukakvenna á næsta tímabili sagði Hardy: „Við munum að sjálfsögðu eiga möguleika á Íslandsmeistaratitlinum á næstu leiktíð, við munum berjast hverja einustu sekúndu til þess eins að verða meistarar.“
 
Haukar verða undir stjórn Ívars Ásgrímssonar sem einnig er þjálfari karlaliðs Hauka sem og þjálfari A-landsliðs kvenna en Ívar tók við Haukakonum af Bjarna Magnússyni eftir síðasta tímabil.
  
Mynd/ Lele Hardy var valin besti leikmaður bikarúrslitaleiksins 2014 þegar Haukar urðu bikarmeistarar í Laugardalshöll.
Fréttir
- Auglýsing -