spot_img
HomeFréttirHardy setti félagsmet hjá Haukakonum

Hardy setti félagsmet hjá Haukakonum

12:00 

{mosimage}

 

(Kiera Hardy) 

 

Bandaríski bakvörðurinn Kiera Hardy raðaði niður 50 stigum gegn Val í Iceland Express deild kvenna í gærkvöldi. Þar með sló hún stigamet kvenna hjá félaginu en það átti Megan Mahoney með 44 stig í einum og sama leiknum. Mahoney setti metið gegn Keflavík þann 8. mars 2006.

 

Þá var Hardy aðeins einu stigi frá stigameti Haukakarla sem er 51 stig í einum og sama leiknum en það met setti Roy Hairston þann 31. janúar 1999 þegar hann fór á kostum gegn Grindavík. Reyndar töpuðu Haukar þeim leik 95-100 að Ásvöllum.

 

Hardy nýtti 17 af 27 skotum sínum í gær gegn Val og setti þar niður 11 af 16 þriggja stiga skotum sínum sem er stórglæsileg nýting. Hardy er með 31 stig að meðaltali í leik fyrir Hauka, 5,75 fráköst, 6,5 stoðsendingar og 3,75 stolna bolta að meðaltali í leik.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -