spot_img
HomeFréttirHardy með framlagsmet á tímabilinu

Hardy með framlagsmet á tímabilinu

Lele Hardy fór mikinn í sigri Hauka á Keflavík í kvöld. Hardy bauð upp á heil 60 framlagsstig sem er met þetta tímabilið í Domino´s deild kvenna.
 
Hardy var með 40 stig í leiknum, 24 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 2 varin skot.
 
Fyrir viðureign kvöldsins átti Hardy þó metið þessa vertíðina sem voru 57 framlagsstig í viðureign Vals og Hauka. Reyndar á Hardy fimm framlagshæstu leiki vetrarins, 49 – 55 – 55 – 57 og í kvöld 60 gegn Keflavík.
 
Jafnaðarframlag Hardy í leikjum Hauka er 41,3 framlagsstig og gerir hún 30,3 stig, tekur 20,7 fráköst og gefur 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik!
 
Ekki nóg með að þessi 60 framlagsstig hafi verið met í deildinni þetta tímabilið þá náðust ekki viðlíka tölur í deildinni í fyrra en þá átti Fjölniskonan Brittney Jones framlagshæsta leikinn með 56 framlagsstig. Tímabilið 2011-2012 átti Hardy framlagsmetið sem einnig var 56 stig. Ofurtölurnar virðast bara vera að sækja í sig veðrið hjá Hardy ef eitthvað er og virðist hún hafa náð góðum bata af slæmum vöðvakrömpum sem hrjáðu hana skömmu fyrir jól.
 
Mynd/ Axel Finnur – Lele Hardy var mögnuð í sigri Hauka gegn Keflavík í kvöld.
  
Fréttir
- Auglýsing -