spot_img
HomeFréttirHardy komin með veglega samkeppni í McCallum

Hardy komin með veglega samkeppni í McCallum

Shannon McCallum hefur komið með þvílíkum látum inn í úrvalsdeild kvenna. Röndóttar hafa unnið fjóra af fimm deildarleikjum sínum með McCallum innanborðs, töpuðu aðeins fyrsta leiknum sem hún lék hérlendis þegar liðið lá 75-66 gegn Keflavík. KR sækir nú hart að 2. sæti deildarinnar og er það ekki síst fyrir tilstilli McCallum.
 
Í fimm deildarleikjum hefur þessi öflugi leikmaður verið með 38,4 stig að meðaltali í leik, 12,8 fráköst, 4,2 stoðsendingar, 5,6 stolna bolta og 2,2 varin skot. Hreint ótrúlegar tölur!
 
Í dag bætti hún enn við sig snúning þegar KR lagði Snæfell í Stykkishólmi en þá var McCallum með 45 stig, 11 fráköst, 3 stoðsendingar, 7 stolna bolta og 2 varin skot.
 
Nokkuð ljóst þykir að Njarðvíkingurinn Lele Hardy er hér komin með ansi kröftuga samkeppni í öllum tölfræðiþáttum leiksins en til þessa hefur hún borið ægishjálm yfir aðra leikmenn í deildinni.
 
Mynd/ Karl West
  
Fréttir
- Auglýsing -